Stefnir - 01.06.1955, Síða 23
JOHN M. SYNGE
21
J.M. Synge íýsti lífi írskrar alþýðu á töfrandi hátt í leikritum sínum. Mjnd
þessi frá Aran-eyjum sýnir bóiulahjón hera banff á völl. Jarðvegur er þar
mjög- lítill og verður fólkið að safna dýrmætri moldinni og nýta hana sem bezt.
verki fá sjónina aftur. En hvílík
vonbrigði, sem þau verða fyrir,
er heimurinn og tilveran — og
þau sjálf eru svipt hulu blind-
unar. Umhverfið, sem þau höfðu
þráð svo að sjá — bjart og fag-
urt í ímyndun þeir.ra, reynist
grátt og ömurlegt, fullt af fá-
tækt, eymd og illvilja. Mary Doul
er ljót, hrukkótt og gamalleg og
henni sjáandi verður fyrst á að
harma sér yfir því, að guð skyldi
gefa henni sjón til að sjá fyrir
augunum annað eins úrþvætti og
Mártin. — Nei, þá var betra að
vera blindur. Hin svartsýna lífs-
skoðun höfundarins 'kemur ef til
vill skýrar í ljós í þessu leikriti
en á nokkrum stað öðrum í skrif-
um hans.
^Ag svo komum við að því verki
Synges, sem mestum hneyksl-
unum olli, hinum makalausa
„Playboy of the Western World,“
sem setti allt írland á annan
endann og vakti ólgu og æsing-
ar, hvar sem hann fór. Er hann
var fyrst sýndur í Abbey-leikhús-
inu í Dýflíni árið 1907 varð að
beita lögregluvaldi til að bæla
niður óeirðir meðal leikhúsgesta.
Leikritið er í þremur þáttum, all-
miklu lengra en nokkuð annað
af leikritum Synges. Það gerist í