Stefnir - 01.06.1955, Page 25
JOHN M. SYNGE
23
eða umvöndun kæmi til frá hans
hendi. Þetta átti ekki hvað sízt
við um sérkenni írskrar tungu.
Það kemur greinilega fram í öll-
um leikritum Synges. Þar úir
og grúir af allskonar einkennileg-
um orðum og orðatiltækjum, sem
hann hafði lært og safnað sem
hverjum öðrum dýrgripum af
vörum bændafólksins í Wicklow
eða fiskimannanna á Aran-eyj-
unum. Hvergi kemur þetta auð-
uga og sérkennilega málfar skýr-
ar fram en einmitt í „The Play-
hoy“.
Hið fimmta og síðasta leikrit
sitt „Deirdre of the Sorrows“
fékk Synge ekki fulllokið við fyrir
andlát sitt. Það er byggt á gam-
alli írskri þjóðsögu, háklassískt
að efni en fært í rammírskan
þjóðlegan búning og hvergi kem-
ur hin fölskvalausa ást Synges
á írskri mold og íirsku þjóðareðli
betur í ljós en í þessum fagra 6-
ifullgerða óði.
-k
Hinn 24. marz 1909 lézt J. M.
Synge aðeins 38 ára að aldri.
Hann hafði aldrei gifzt en trú-
lofaður var hann Marie O’Neill,
einni helztu leikkonunni við
Abbey-leikhúsið, sem hann,
ásamt fleirum hafði stofnað
nokkrum árum áður og lagt grund-
völlinn að síðari viðgangi þess,
sem þjóðleikhúss Irlands.
Síðasta daginn, sem hann lifði
hað hann þess, að hann yrði flutt-
ur í annað sjúkraherhergi þaðan
sem hægt væri að sjá til Wicklow-
fjallanna. En fjöllin reyndust
ekki sjáanleg úr því herbergi
heldur, nema standandi manni,
og Synge, sem var algerlega um
megn að rísa upp af sjúkrabeðn-
um, skildi við þennan heim með
vonbrigða tár í augum.