Stefnir - 01.06.1955, Side 31
alræði og spilling
29
í auðmýkt undir valdhafana í
Moskvu, þótt kommúnismi sé
þar í landi. Kínverjar eru stolt
þjóð. Þeir hafa verið stórveldi,
allt frá þeim tíma, er Rómverj-
ar áttu enn í skærum við Kar-
þagó. Þeir eru þolinmóðir, þraut-
seigir og harðgerðir.
Við skulum minnast þess, að
þeir börðust einir síns liðs í
mörg ár við Japani, á meðan
Bandaríkjamenn létu Japönum í
té bifreiðar o;g önnur bráðnauð-
synleg flutningatæki. Loks hafa
Kínverjar komizt undan yfirráð-
um Vestur-Evrópuveldanna, sem
þeir hafa lotið, allt frá 1840 og
ég trúi því ekki fyrr en ég tek á,
að þeir beygi sig þá strax í duftið
fyrir vestrænu veldi.
Kínverjar munu standa í fvlk-
ingu með Rússum á meðan þeir
þurfa á styrk frá þeim að halda,
en þann dag, sem Rússar heimta
borgun fyrir greiðann munu
Kínverjar, rétt eins og austur-
ríkjamenn svo oft áður, verða
veröldinni undrunarefni sökum
vanþakklætis síns.
Sökum afdrifaríkrar skamm-
sýni nokkurra Vesturveldanna
hafa þjóðernishreyfingar Asíu-
ríkjanna, sem eru lang sterkustu
stjórnmálaöfl álfunnar, hlotið
styrk og stuðning Rússa, nema í
því eina tilfelli, þegar Indlandi
var veitt sjálfsstjórn; þá sýndi
eitt Vesturveldanna stjórnvizku,
sem til fyrirmyndar var. Ég
vona sannarlega, að Vesturveldin
taki upp skynsamari stjórnar-
stefnu í Asíumálum, en undan
halli á hinn bóginn fyrir1 Rússum
austur þar.
Jafnskjótt og Asíulöndunum
verður ljós sú staðreynd, að
kommúnisminn er í höndum
Rússa aðeins ný hlið á heims-
veldisstefnu hvíta mannsins, þá
munu þau snúast öndverð við
Rússum og taka upp baráttuna
gegn þeim. Og þar sem öll ein-
ræðisríki koma að lokum upp
um kúgunarfyrirætlanir sínar
hygg ég, að þessarar stundar
verði ekki langt að bíða.
Þessu til viðbótar trúi ég því
að við megum búast við að hin
kommúniska trú gangj brátt af
sjálfri sér dauðri. Hún gerir
járnharðar kröfur til mannlegs
eðlis og beitir fylgjendur sína
svo miskunnarlausum aga, að
nærri nálgast þrúgun meinlæta-
munks. Þannig heimtar kommún-
isminn, að maðurinn afsali sér
hinum frumstæðu gæðum örygg-
isins og yfirráðunum yfir vinnu
sinní. En mótsögnin er sú, að
í ríki kommúnismans er öryggið
og sjálfsákvörðunarrétturinn þó
þau yfirlýstu takmörk, sú bless-