Stefnir - 01.06.1955, Síða 33
STEINGRÍMUR GAUTUR:
SKÓHLJÓÐ
að er kvöld, mánudagskvöld.
Klukkan er 12 á miðnætti.
Veðrið er hvorki hlýtt né kalt.
Það er logn — og apríl, dimmt
í lofti, rákt.
Þú gengur um götur bæjarins
og hlustar á skóhljóð þitt, líka á
bergmál þess frá húsunum. Önn-
ur skóhlífin þín er rifin og
dregst eftir götunni, þegar þú
gengur. Hin dregst líka en minna.
Þú tekur upp vindling og kveik-
ir í honum, stingur síðan hönd-
unum í vasana á kuldaúlpunni
þinni. Stokkurinn er í öðrum.
Bergmálið hljóðnar, því að
skóhljóðið hefur hljóðnað. Þú
'hefur staðnæmst við búðar-
glugga. Þú 'horfir inn í stóra,
fína bókaverzlun. Á gólfinu
stendur bókagrind, og í henni eru
þýzkar bækur í gljábandi. Þú
ferð að velta því fyrir þér, hvort
margir kaupi þær og lesi þær,
hvort þeir lesi þær oft og hvort
íþeir láni þær öðrum. I sýningar-
glugganum eru matreiðslubækur.
Ein heitir „Mad“, önnur „Den
store franske kokkebog“. Hinar
heita svipuðum nöfnum. Þú ferð
að hugsa um, hve Danir séu
miklir matmenn, hve móttækileg-
ir þeir séu fyrir erlendum áhrif-
um, þýzkum, frönskum og engil-
saxneskum, leggur þeim þetta
allt til lasts, því að þér er í nöp
við Dani. Þú hefur alizt upp í
hefðbundinni andúð gegn þeim.
Þú lærðir að hafa ímugust á
þeim, næstum jafnskjótt og þú
tókst að skilja það, sem gerðist í
kringum þig.
Þú varst barn þegar lýðveldið
var stofnað. Afi þinn hélt ræðu
í skotbyrgi, sem tjaldað hafði
verið fánum. Þér fannst afi þinn
aldrei virðulegri en þá og fórst
að hugsa um, hvers vegna kóng-
urinn sendi ekki her til landsins
og legði það undir sig. Þú hefðir