Stefnir - 01.06.1955, Side 34
32
STEFNIR
þá kastað grjóti á hermennina,
af því að þú varst þjóðernis-
sinni, ekki í skoðunum heldur í
tilfinningu. Þú hafðir líka andúð
á hermönnum. Þér stóð beygur
af þeim, og þú varst stundum að
að herma eftir þeim meði því að
halda fyrir nefið o-g babla ein-
hverja vitleysu. Þú fórst einu
sinni með öðrum drengjum og
málaðir hakakross á hermanna-
skála; ekki af því að þú værir
hlynntur Þjóðverjum, því að þú
hataðir þá. Hitler og djöfullinn
voru sama persónan í þínum
augum.
Þú ferð enn mörg ár aftur í
tímann í huganum og stendur
frammi fyrir búðarglugganum á
ný. í hann er snyrtilega raðað
bókum í svörtu bandi, Þjóðsög-
um Jóns Árnasonar, Ritsafn
Jóns Trausta, bókum eftir ís-
lenzka listamenn, Sturlungu og
Fornaldarsögum Norðurlanda. í
brjósti þér bærist kunnugleg tii-
finning. Þú veizt 'það er þjóð-
erniskennd.
i
ú hefur aldrei lesið Ritsafn
Jóns Trausta, engin kynst-
ur af þjóðsögum. íslenzkir lista-
menn eru þér lítt kunnir. Þú
hlustaðir á Víga-Glúmssögu í út-
varpinu fyrir mörgum árum.
Þetta er öll þekking þín á þess-
um bókum* en þú ert íslendingur
og stoltur. Þú metur bókmennta-
og listauð þjóðar þinnar í til-
finningalífi þínu og af vanþekk-
ingu.
Bergmálið í húsunum heyrist
aftur, því þú ert farinn að ganga
eftir gangstéttinni, rólega og
dregur fæturna.
Á götuhorninu mætirðu þrem
stúlkum. Ein er ólagleg, önnur
ávarpar þig kumpánlega. Þú
býður gott kvöld. Þú kannast við
eina, því hún var skólasystir
þín fyrir mörgum árum.
Bíll ekur fram hjá þér og síð-
an annar. I öðrum er leikið á
dragspil, og í báðum eru stúlk-
ur og piltar, ölvuð.
Þú snýrð við og gengur sömu
ieið til baka. Stúlkurnar þrjár
eru langt fram undan. Þér dettur
í hug, hvað hefði skeð, ef þú
hefðir slegizt í för með þeim. Þú
hefðir sennilega ekki þorað að
bjóða einni þeirra inn til þín.
Þegar þær eru horfnar, ertu einn
á götunni. Þú ert í fullkomnu
andlegu jafnvægi og næmur fyr-
ir hughrifum. Þú finnur persónu-
leika umhverfisins og minnist
Iþess, þegar þú sazt drukkinn á
gangstéttinni, hallaðir þér upp
að köldum húsvegg og ázt hálf-
þurrkaðan fisk af græðgi. Þá var
nótt og þú féllst inn í umhverf-