Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 37
þorsteinn ÞORSTEINSSON:
/Oanhat am myx&dlist
^^ð skrifa um listir felur í sér
vissa áhættu. Margir, sem
reynt hafa að verja listina, að
svo miklu leyti sem slíks er þörf,
hafa margoft reynzt henni skað-
legir. Aðrir, sem trúðu því statt
og stöðugt, að þeir væru að
brjóta hana niður voru í raun-
inni stoð hennar og stytta.
Eg ætla mér ekki þá dul að
útskýra hugtakið list. Með slík-
um tilraunum hafa margir mér
greindari menn gert sjálfa sig
að viðundrum í augum skikkaðs
fólks. En óneitanlega er stund-
um freistandi að reyna að svara
einhverjum af þeim fjölmörgu
ásökunum, sem dynja á okkur
afglöpunum, er fáumst við ab-
strakt myndgerð. Láti maður und-
an freistingunni er viðbúið, að
manni verði gefið að sök að
stunda áróður gegn þeim „koll-
egum“ manns, sem aðhyllast
eitthvert annað listform en hægt
er að flokka undir orðið abstrakt.
Aftur á móti er þögnin tekin
sem merki um oflátungshátt.
Það er ekki ætlun mín með þess-
um fáu línum að gefa svar við
öllu því sem hrotið hefur úr
pennum andstæðinga abstrakt
listar. Megnið af því virðist mér
gersneytt skynsemi, auk þess sem
það er afar sjaldgæft að rekast á
eitthvað, er kalla mætti rólega
og ofstækislausa yfirvegun um
atriði, sem í raun og veru skipta
einhverju máli. Ef abstrakt mál-
ari lætur í Ijós aðdáun á gam-
alli, klassískri list (reyndar þarf
hvorki gamla né klassíska list
til) reka menn upp stór augu og
spyrja um samræmið í slíku.
Mun víst flestum í fersku minni,
er íslenzkur abstraktmálari flutti
fyrir skömmu erindi í útvarpið
um klassíska list, en næsta dag
birtist í einu dagblaðanna fyrir-
spurn eða áskorun til hans um
„að gera hreint fyrir sínum dyr-
um,“ segja af eða á um, hvort