Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 43
FARVIÐRI
Smásaga eftir PALAGUMMI PADMARAJU.
Höfnndur Þessarar sögn er indversknr efnafræðingur, sem talsvert hefur feng-
izt við smásagnagerð og samningu ýmiskonar leikþátta. Hann er nú 39 ára og
kennir efnafræði í framhaldsskóla í Bhimavaram, sem er horg á Snður-Indlandi.
l>essi saga hans, ,.I'á r\iðri“, hlaut verðlaun i alþjóðiegri smásagnakeppni fyrir
Þrein eða fjðrum árum. Voru þá fimm sögur verðlaunaðar af um 60 þúsund sög-
um, sem bárust til kcppninnar frá 23 þjóðum.
YeðriS fór versnandi, og eimlestin
var iþegar orðin mikið á eftir
áætlun. Um leið og Rao steig inn í
vagnklefann á öðru farrými, varð
ihonum hugsað til þægindanna á
vistlegu heimili sínu, hreinlegrar og
aðlaðandi einkastofu sinnar með skrif-
borði úr rösaviði og lampa með
grænni ljóshlíf á einu horni þess, að
ógleymdum bólstraöa hægindastólnum,
sem var orðinn svo notalega dældóttur
að hann féll alveg að líkama hans.
Og ekki dró hugsunin um fjölskyldu
hans úr blýleika þessarar myndar.
Konan hans sat að jafnaði hæglát og
þýðleg í sófanum með handavinnu
sína, og svo voru það börnin þeirra
fjögur, tveir synir og tvær dætur,
sem hann var afar hreykinn af.
Neðri rúmbálkarnir þrír í klefan-
um voru allir ásetnir og búnir rúm-
fatnaði, og enda þótt hann gæfi eng-
an gaum að ábúendum þeirra sem
voru fjórir að tölu, hafði hann það
strax á tilfinningunni að hann væri
þar enginn aufúsugestur. Hann var
hálfvegis að hugsa um að reyna fyrir
sér í öðrum klefa, en burðarkarlinn
var þegar búinn að koma ferðatösk-
unni hans fyrir uppi á einum efri
bálkinum, ásamt rúmteppinu og regn-
hlífinni, — og eimlestin var í þann
mund að halda út af stöðinni. Einn
klefabúinn þokaði þá ábreiðunni ögn
til hliðar og benti Rao að tylla sér á
skákina. Hann þáði boðið og muldr-
aði einhver þakkarorð, og nú fór
hann að líta í kringum sig þarna inni.
Það var auðséð að farþegarnir fjórir
voru allir langferðamenn. Hann tók
eftir skónum, sem var ýtt inn undir
beddana, og þarna héngu buxur,
jakkar o,g skyrtur á snögum, en karl-
mennirnir voru allir í náttfötum. Á
beddunum tveim næst gluggunum lágu
rosknir menn, en á langa bálkinum
inni við gaflinn höfðust við ungur mað-
ur og mjög ung kona, og voru þau
bersýnilega hjón. I klefanum var dá-
lítill tóbaksreykur, en slíkur þefur
féll Rao mjög illa.
Rao hafði alveg ákveðna skoðun á
reykingum í járnbrautarvögnum. Hann
hafði mjög fastmótaðar skoðanir á