Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 46

Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 46
44 STEFNIR Þau beindu nú öll athygli sinni að ikonunni. Sessunautur Raos hætti a3 rýna í reyfarann og gerðist fullur á- huga. „Hvar áttu heima?“ spurSi hann. „Hvergi, góði maður. Auöugt fólk eins og þið á ævinlega einhversstaðar heima. Þið eigið stór hús og haldið marga þjóna, sem vísa betlurum á dyr. Fátæk kona eins og é.g á sér engan samastað." „Hún er nokkuð tannhvöss, þykir mér,“ sagði sessunauturinn við Rao og mælti á enska tungu. „Álasið mér ekki á ensku, æruverði herra. Ég er svo voluð og vesæl.“ Oti var niðamyrkur. Stormurinn var enn í vexti. Eimlestin mjakaðist hægt áfram eftir sporunum. Rao átti nú ekki ýkja langt ófarið. Hann vonaði að einhverjir félagar úr samtökum „Guðstrúar-manna" yrðu á brautar- stöðinni að taka á móti honum. Það var fyrirkvíðanlegt að koma farangr- inum út í þessum veðurofsa, þrum- andi stormi og steypiregni, sem sauð og vall eins og hamslaust brimrót. Hann heyrði greinilega brothljóð frá fallandi trjám. Tötralega stúlkan var sezt og sneri andliti að hjónunum. Hún hóf mál sitt að nýju: „Þið, ungu hjón, eigið framtíðina fyrir ykkur. Unga kona. Hafið meðaumkun með aumri mann- eskju og biðjið unga manninn að stinga að mér skildingi. Hversvegna snúið þið svona hvort frá öðru? Hefur ungu frúnni sinnazt við bónda sinn? Hann reykir líklega of mikið. Unga frúin ætti ekki að líða honiun það. Ó, nú brosir unga frúin mín.“ Ungi maðurinn hló hjartanlega og sagði: „Væri ekki bezt að þú kæmir með okkur og yrðir þjónustustúlka á heimili okkar? Við skulum þá fæða þig og klæða." „Gefðu henni eitthvað, og 6egðu henni að fara,“ sagði unga konan við mann sinn. „Unga frúin er einstaklega hjarta- góð. Nú Iætur þessi virðulegi öldimg- ur líka eitthvað af hendi rakna. Ég vil þó ekki vera honum til ama. Ég er viss um að hann er góður maður ....“ Allir gáfu þeir henni eitthvað, nema Rao. Ollum fannst þeim gaman að rausinu í henni. En Rao var annars hugar. Hann var með hugann við of- viðrið og ákvörðunarstað sinn, sem nú var skammt undan. Lestin nam staðar. Rao veitti því ekki athygli í fyrstu. Síðan reis hann á fætur, tók regnhlífina sína og lauk upp hurðinni. í sama bili þeytti storm- urinn honum aftur á bak með slíku reginafli, að hann var næstum skollinn. Tötralega stúlkan bauðst þá til að bera föggur hans niður úr vagninum. Ekki latti hann hana þess, heldur tók á rás yfir brautarpallinn og stað- næmdist í vari við stöðvarhúsið. Stúlkan skjögraði á eftir honum með farangurinn og rogaðist með hann inn í biðsalinn. Það var hvergi ljós- glætu að sjá á allri stöðinni. Hann tók fram nokkra peninga og rétti að konunni. Hún hafnaði þeim ekki bein- línis en muldraði eitthvað, sem hann ekki heyrði hvað var, og var horfin í sömu svipan. Hann var sem ringlaður en reikaði tþó inn í biðsalinn. Hugurinn var al- auður og tómur. Það var ekki heiglum hent að halda fótfestunni í þessu ægi- villta, öskrandi fárviðri regns og storrna. Föt hans höfðu rennblotnað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.