Stefnir - 01.06.1955, Page 48

Stefnir - 01.06.1955, Page 48
46 STEFNIR unni. Hvilíkt ve'ður. Ég hef aldrei vit- að neitt þessu líkt,“ sagði konan. Það vottaði ekki fyrir hræðslu í rödd henn- ar, o,g hann undraðist hve hún sýndi mikla stillingu. Hann heindi vasaljós- inu að henni aftur og sá hvar hún kraup niður í einu horninu, nötrandi af kulda. Ifann tók að grúska í tösku sinni, dró upp úr henni einn af dhót- um sínum og kastaði til hennar*). „Það er bezt þú farir í þetta,“ mælti hann. Hún heyrði ekki til hans en var sýnilega þakklát fyrir hlýjan og þurr- an dhótann. Hún færði sig úr votu föt- unum og klæddist dhótanum og hreiðr- aði síðan aftur um sig í horninu. Rao fann til svengdar, svo hann tók fram pakka með kexkökum. Hann leit til hinnar ógreinilegu veru í horninu. Þá datt honum allt í einu í hug að hún kynni líka að vera svöng. „Viljið þér fáeinar kexkökur?“ spurði hann. „Hvað segið þér?“, kallaði hún á móti. Orð þeirra beggja köfnuðu í orginu að utan. Hann færði sig til hennar og gaf henni nokkrar kex- kökur. „Þetta er allt og sumt, sem ég hef,“ sagði hann eins og í afsökunarskyni. Síðan rölti hann til baka og settist á ferðatösku sína. Honum var mun hugarhægra vegna návistar hennar. Hún var vissulega betri en enginn, og það var að sjá að hún héldi allri sinni rósemi. Hún lét ekkert koma sér á óvart, ekki einu sinni þennan voða- lega fellibyl. Hann gerði ráð fyrir að hún væri vön hnjaski og harðneskju lífsins. *) Dhóti er nafn á indv. flík, lík- lega einskonar vefjarkyrtli. Rao leit á úrið og sá að það var níu. Honum fannst hann hafa hýrzt þarna óratíma. Hann hefði átt að halda áfram með lestinni til næstu stöðvar, hugsaði hann með sjálfum sér. Honum hafði ekki til hugar kom- ið, að þetta væri lítil brautarstöð í tveggja mílna fjarlægð frá kaupstaðn- um, sem hann ætlaði til, Þangað hefði hann líka getað komizt frá næstu stöð. Ný hugsun greip hann í einni svip- an, svo hann lamaðist af ótta. Þetta hús gæti hrunið, og þá væri girt fyrir einustu útgöngudyrnar með þungum húsgögnum. Hann hljóp í ofboði til konunnar og spurði: „Haldið þér að þessi bygging geti fokið?“ „Hver getur sagt um það? Húsið er sterklegt að sjá, en veðrið getur orðið því yfirsterkara." Það var lítil huggun að orðum hennar, en röddin var hlý og sefandi. Hann vék til baka og settist aftur á töskuna. Hún flutti sig um set og bjó um sig í horninu næst honum. Um leið sagði hún: „Við heyrum ekki hvort til annars, ef það er svona langt á milli okkar.“ „Ég hef aldrei ímyndað mér að fellibylur ,gæti verið svo geigvænlegt fyrirbæri,“ sagði hann. „Verið ekki kvíðinn,“ sagði hún. „Við erum þó hér tvö saman. Óhræsis faimiðasalinn hratt mér út af vagn- þrepinu, þegar lestin var að renna af stað. Þessvegna er ég hér. En ég sé ekkert eftir því. Þér fenguð mér hlýja flik og gáfuð mér í svanginn. Kannski hefði mér liðið verr, hefði ég haldið áfram. Maður verður að taka því sem að höndum ber. Hvað þýðir að æðrast?“ Tilbreytingarleysið í rödd hennar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.