Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 50

Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 50
43 STEFNIR Eftir góða stund kom hann aftur til sjálfs sín, þax eS hann fann til dofa í fótunum. Hann hagræddi sér ofurlit- ið og reyndi að ónáða konuna sem minnst. AS svo búnu brá hann upp ljósinu og leit á hana. Hún var sofnuð, Andlit hennar var sviphreint og sak- leysislegt í svefninum. VeSurofsinn var engu minni en áður. En nú var komin yfir hann ró og mikil þreytutilfinning. Hann féll I fastasvefn. Rigningin var hætt þegar hann vaknaði, en veðurhæðin var mikil enn. Konan var horfin. ÞaS bjarmaði af nýjum degi. Hann leit á úrið og sá aS klukkan var liölega fimm. Hann reis á fætur og fann til verkja í hnjáliðunum. Hann þreifaði um vasa sina. Pyngja hans var horfin. Hann fékkst ekki til aS trúa því, að konan hefði rænt hann. Verið gat að hann hefði týnt pyngj- unni í ringulreið næturinnar. Hann svipaðist um eftir henni í biðsalnum og gekk síðan út á brautarpallinn, Allsstaðar var eyöileggingu að sjá. Hópur manna kom þrammandi fram með járnbrautarteinunum, trúlega frá kaupstaðnum. Við hinn enda stöðvarinnar lágu nokkrir særðir menn. Hann leit til þeirra álengdar og hörfaði óðar undan. Hann hafði aldrei staðið augliti til auglitis við svo mikla mannanna kvöl. AfgreiSslu- og veitingastofan var að miklu leyti hrunin. Stólar, borS og bollaskápar lágu hér og hvar á tvistr- ingi innan um önnur húsgögn. Hann starði á 'brakið höggdofa. Það var skuggsýnt þar inni. Þegar augun vöndust dimmunni, tók hann eftir einhverri veru, sem lá hreyfingarlaus undir brakinu. Hann kveikti í snatri á vasaljósinu. ÞaS var betlikonan. Hann riöaði við, beygði sig síðan niður að henni og snart enni hennar. ÞaS var kalt og lífvana. Neðri hluti líkamans var mikið lemstraður. í annarri hendinni hélt hún á pyngju hans. í hinni voru fáeinir skildingar og peningaseðlar, vafalaust úr fjár- hirzlu farmiðasalans, sem trúlega hefur haft hraðann á þegar hann yfirgaf staðinn. Hann laut á ný niSur að henni og kyssti hana á ennið, aftur og aftur. Flann endurlifði í huganum hvert ein- asta smáatvik næturinnar. Þarna lá nú þessi elskulega kvenvera, sem veitti honum svo mikla fró og öryggi á meSan fárviðrið geisaði. Nú lá hún hér sem fórnardýr þess sama fárviðris. Honum hvarflaði ekki í hug að álasa henni fyrir stuldinn á pyngjunni eða ránið í fiárhirzlu stöSvarinnar. Hann fann að hann skildi hana til fullnustu. Hún hafði snortið innstu taugar hlý- leikans, sem með honum bjó. Aldrei hafði konan hans eða nokkurt hans barna komizt svo nærri hjartarótum hans sem þessi fátæka betlistúlka. Kliður af mannamáli færðist í auk- ana. Enn stóð hann hugsi stundarkorn. Svo hófst hann handa. Hann losaði í flýti peningana úr lófa henni og stakk þeim ofan í skúffuna, sem op- in stóð í afgreiðsluborSinu. En pyngj- una gat hann ekki fengið af sér aS fjarlægja. Hann varð að skilja eftir hjá henni eitthvaö, sem heyrSi honum til. ITann seildist með varkárni eftir nafnspjaldi sínu, sem geymt var í pyngjunni, og gekk á brautu. Baldur Pálmason íslenzkaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.