Stefnir - 01.06.1955, Síða 53
HERVÆÐING ÞTÓÐVERJA
51
Mynd þessi er tekin úr austur þýzku vikuriti, sem g;reinarhöfundur keypti
í Austur Berlín sumarið 1952 l*ú þegar skirrðust kommxinistar ekki við að
opinbera að þeir Iiöfðu þjálfað þessa ungu Þjóðverja í svifflugi. Slíkt var
þó nluert brot á samningum Bandamanna nm Býzkaland.
Um leið og Vestur Þýzkaland verS-
ur sjálfstætt ríki, tekur þaS nú
á sig veigamiklar skuldbindingar í
sameiginlegum landvörnum Vestur
Evrópu. Þýzkur her verður settur á
fót. Skráning í hann mun hefjast í
sumar, síðan klæðast ungir, þýzkir
menn í einkennisbúninga, setja upp
stálhjálma og heræfingar fylgja á eft-
ir. Það er ekkert launungarmál, að
Fritz-arnir á Rínarbökkum munu enn
á ný læra meðferð á skriðdrekum og
fallbyssum undir ströngum heraga og
skella saman hælum.
Ég hef lýst því sem í vændum er
með frekar óhugnaðs blöndnum orð-
um af ásettu ráði, til að gefa í skyn,
að endurhervæðing Þjóðverja er kald-
ranaleg staðreynd, sem vissulega rifjar
upp hrollkaldar endurminningar hjá
vestrænum lýðræðisþjóðum. Ég hef
sjálfur fyllzt hryllingi af því að hlýða
í útvarpi á djöfulóðar ræður Hitlers
og heyra undir hvell æðisöskur múgs-
ins, lúðra gjalla, fallbyssur þruma og
drápsflugvélar drynja. 011 þessi skyn-
snerting mín stafaði þó aðeins af fjar-
lægum hljómburði yfir vfðáttur út-
hafsins. Ifversu dýpri spor voru þá
ekki mörkuð í sál og minni milljón-
anna, sem kynntust því að snerting
við blý og böðulsöxi var ósköp raun-
hæft lögmál, sem sleit samvistir vina
og ættingja.
Svo vildi til, að sama dag og Vest-
ur- Þýzkaland varð sjálfstætt hinn 5.
maí s.1. var minnzt 10 ára frelsunar
Danmerkur undan oki Þjóðverja.
Það kvöld hlýddi ég á mjög fróð-
legt erindi Friðriks Einarssonar lækn-