Stefnir - 01.06.1955, Side 54
52
STEFNIR
is í útvarpið um þýzka hernámið í
Danmörku. Er skemmst af að segja,
að erindiS var ein samanhangandi frá-
sögn af hermdarverkum, morSum og
pyntingum Þjóðverja. Var frásögnin
hroSaleg en sjálfsagt sönn. Hámarki
náði hún, er kona ein, sem misst hafSi
eiginmann sinn, reyndi, ef svo mætti
segja, að koma vitinu fyrir ÞjóSverja.
RitaSi hún þeim bréf, þar sem hún
benti á, í hvílíkan voSa þeir stefndu
meS hermdarverkum sínum, svo sem
fjöldaaftökum. „Því að börn hinna líf-
látnu manna, munu ekki gleyma því,“
sagði konan og kvaS ÞjóSverja valda
því meS háttalagi sínu, aS Danir
myndu héð’an í frá hata þá um kyn-
slóða raðir.
Nú eru 10 ár liðin síðan þetta gerð-
ist, hernámi Danmerkur lauk og
hafa sárin gróiS ótrúlega fljótt. Enn
getum viS hitt í Danmörku fólk, sem
átti um sárt að binda, þegar Þjóðverj-
ar tóku ástvini þeirra til aftökustaSar.
Víst er þetta fólk enn beizkt, en oft
virðist mér sem það sakist ekki bein-
línis um við þýzku þjóSina. Fremur
kennir þaS um nazismanum, sem hel-
tók hana.
Þetta viðhorf er í rauninni eSlilegt
á þeim miklu tímum alþjóðahyggju,
sem nú er ráðandi, sérstaklega þó á
meginlandi Evrópu. Fólk hefur á þess-
um árum meiri samkennd en nokkru
sinni áSur. ÞaS er ríkjandi hugsunar-
háttur, fremur nú en fyrr, aS allt fólk
og allar þjóðir heims sé í eSIi sínu
eins gott. En ef illa tekst til, getur svo
farið í hvaSa ríki sem er, aS öfga- og
ofbeldisstefnur rySjist til valda og nýtt
uppeldi þjóSarinnar hefjist, þar sem
villidýriS í manninum er aliS upp.
ÞaS er þetta, sem nazistarnir gerSu
í Þýzkalandi. í 10 ár höfðu þeir tekiS
æskulýðinn af heimilunum, alið hann
upp í þjóSernisdrambi, Gyðingaofsókn-
um, grimmd og hatri, kennt honum frá
blautu bamsbeini, að tilgangurinn
helgaSi meðalið og að enginn þyrfti að
kippa sér upp við það þótt vegurinn að
settu marki væri vætlaSur mannsblóði.
ÞaS var þetta uppeldi ofstækis og of-
beldis, sem gerSi Þjóðverja hættulega.
I eðli sínu eru þeir alveg eins og við,
ég og þú.
En þaS er mikilvægasta viðfangsefni
eftirstríðsáranna aS reyna að snúa
þessu uppeldi við og kenna þýzkum að
bera virðingu fyrir réttindum einstakl-
inga og jafnrétti þjóðanna. Margt
bendir til að þetta stefni nú allt í rétta
átt.
Samt vaknar sú spurning, hvort
nokkur þörf hafi verið að hverfa
svo skjótt að endurvopnun Vestur-
Þjóðverja. Um það hefur verið þrátt-
að fram og aftur Ianga stund. Og
vissulega er hægt að setja upp þaö
ímyndaða dæmi og hefur verið gert,
að við friðarsamninga verSi allt Þýzka-
land, austur að fljótunum Oder og
Neisse sameinað í eitt ríki. Allt her-
námslið verði flutt á brott og strangar
reglur verði settar sem banna ÞjóS-
verjum að hafa herlið. Þýzkaland verði
vopnlaust og varnarlaust og lýsi yfir
ævarandi hlutleysi.
Þetta má segja, aS sé fallega hugs-
aS. Þó getur ekki hjá því fariS að
menn doki við og íhugi, að nokkur
hætta getur verið samfara slíku tóma-
rúmi varnarleysis á þeim meginvett-
vangi, þar sem vægðarlaus barátta er
háð um framtíð allrar Evrpóu.