Stefnir - 01.06.1955, Page 60
58
STEFNIR
1. maí lierganíia herbúðalöírreíílunnar í I»eipzigf í ár.
herafla mikið hlutverk uni tíma. HöfSu
þeir t.d. sett upp kafbátaskóla fyrir
Þjóðverja í Sassnitz. Eins voru þeir aS
að byrja afhendingar á fullkomnum
þrýstiloftsflugvélum til ÞjóÖverja, þeg-
ar upreisnartilraunin 17. júní 1953 var
gerð. Við þann atburð hafa Rússar
ekki sýnt Þjóðverjum eins mikið traust
og áður. En þýzki flugherinn hefur yf-
ir að ráða miklum fjölda eldri hem-
aðarflugvéla og upp á síðkastið hefur
það ráð verið tekið að þýzkir flug-
menn, sem talið er hægt að treysta
pólitískt eru sendir austur til Rúss-
lands, þar sem þeir fá æfingu í með-
ferð Mig-þrýstiloftsflugvéla. Nokkrar
flugufregnir berast af þvi að „loft-
lögreg!an“ hafi fengið slíkar þrýsti-
loftsflugvélar til umráða, en ekki hef-
ur enn tekizt að staðfesta það. Hitt
er engu síður ljóst að hernaðarflug-
vélar, þótt af nokkru eldri gerð séu.
eru lítt nothæfar til löggæzlu, svo að
eöli þessara sveita ætti að vera ljóst
af því.
Eg tel mig nú hafa gert nokkra
grein fyrir þeirri endurhervæð-
ingu annars hluta Þýzkalands, sem
fram hefur farið með launung undan-
farin sjö ár. Til viðbótar þessu yfirliti
fylgja grein þessari nokkrar myndir af
hergöngum og hersýningum, sem fram
hafa farið í Austur Þýzkalandi á síð-
ustu árum. En í stuttu máli sagt hef-
ur þróazt í þessu ríki sósíalisma ts slíkt
hernaðarkapphlaup og stríðsæsingar í
mörg ár, að það minnir óhugnanlega á
stríðsæði nazistanna á árunum 1938
og 1939.
Eftir því sem hinn Austur þvzki
kommúnistaher hefur eflzt og aukizt
hefur borið æ meira á nýjum tillögum
Rússa varðandi lausn þýzkalandsmáls-