Stefnir - 01.06.1955, Síða 61
HERVÆÐING ÞJÓÐVERJA
59
Uppdráttur þessi sýnir liersltipan Aust-
ur Þjóðverja. Stærstu íiögrffin sýna
þækistöðvar stóru herjanna. Þríhyrn-
ingarnir bækistöðvar herfylkjanna sjö
o;>; litlu fánarnir bækistöðvar lier-
deilda ýmist stórskotaliðs eða vélaher-
deilda. — Akkerin tákna miðstöðvar
sjó , ,iöe're;;hi nna r“ o g fluffvélarnar
fiugveili loft „lögreglunnar".
hernum fyrst og fremst 7500 herfor-
ingjar og hershöfSingjar úr Hitlers-
ins. Hafa þeir sent ótal orðsendingar
um það til Vesturveldanna að þeir vilji
nú hið fyrsta fara að gera friðarsamn-
inga við Þýzkaland, sameina það í
eitt ríki og láta það lýsa yfir ævarandi
hlutleysi og vopnleysi.
Byrjunarstigi í þá átt að sameina
allt Þýzkaland hafa Rússar lýst svo í
orðsendingum sínum: — Fyrst skal
flytja allt hernámslið Bandamanna frá
Þýzkalandi.
Hvernig væri þá ástatt. í Þýzkalandi
hvernig yrði sameiningin fram-
kvæmd? I Vestur Þýzkalandi ekkert
herlið, einu vopnuðu sveitirnar þar fá-
mennt lið landamæralögreglu. En í
austurhluta landsins bíður öflugur her
kommúnista grár fyrir járnum, sem
gæti eftir brottflutning hernámslið-
anna fært sig viðnámslaust vestur á
bóginn. Þannig er þá uppáhaldslausn
Rússa á vandamáli Þýzkalands.
Við getum ekki neitað því með réttu,
að stofnun hins austur-þýzka hers,
þvert ofan í alla gerða samninga, skap-
ar geigvænlega hættu fyrir Vestur
Þýzkaland. Um leið og Vesturveldin
hafa reynt að stuðla að stofnun lýð-
ræðislegs þjóðfélags í Vestur-Þýzka-
landi, geta þau ekki krafizt þess, að
þessi unga lýðræðisþjóð verði óvarin
og varnarlaus gegn slíkri ógn sem hér
mætir henni.
Meðal Þjóðverja sjálfra hefur end-
urhervæðing mætti sterkri mótspyrnu.
En hvar sem menn hafa reynt að hamla
gegn henni, þá mætir sú staðreynd
þeim sem berjast fyrir vopnleysi, að
Vestur Þjóðverja geta ekki búið vopn-
lausir undir þeirri ógn, sem undanfar-
andi hervæðing Austur Þýzkalands býr
þeim nú. Þetta verða menn að gera
sér ljóst, er þeir íhuga vandamál
Þýzkaiands.