Stefnir - 01.06.1955, Page 64
DAGUR SIGURÐARSON:
Upphaf a'S frásögn
Ugla og eplarunni.
að er liðið á daginn, þegar
Brandur Brandsson vaknar.
Kverkar hans eru þurrar. Hár
hans er allt einn flókabrúskur.
Þetta tvennt er hið fyrsta, sera
hann skynjar. Hann opnar augun
með erfiðismunum og sveiflar sér
framúr.
Uglan á náttborðinu grettir
sig. Eitthvað hefur breytzt.
Hlutirnir í herberginu eru í
sömu skorðum og í gær og fyrra-
dag, en þeir eru ekki eins. Þeir
hafa breytzt.
Þetta er í kjallara. Sólin skín
inn um gluggann. Sprotar epla-
runna sveigjast til og frá við
gluggann. Þeir eru mjóslegnir og
greinóttir og valda furðulegum
skuggamyndum á veggjunum.
Herbergið er bjart. Hlutirnir eru
lífrænir.
Uglan grettir sig. Brandur
horfir út um gluggann.
— Er komið vor, segir hann
við sjálfan sig. Röddin er stirð.
Himinninn er blár. I bláman-
um er ný, takmarkalaus hæð. í
gær var himinninn grár.
— Já, svo er nú það. Ég þrái
ekki lengur, því að vonin er
dauð. Og svo---------. Einn dag-
inn vakna ég, og vorið er komið.
Sólkringlan er heit að sjá.
Birtan særir hann í augun. Ugl-
an grettir sig. Hún virðist ekki
heldur þola birtuna. Þó er hún
dauð. Uglan er tákn vizkunnar.
En hefur Brandur breytzt?
Hár hans er úfið, eins og fax
á flókatryppi.
Hann tautar við sjálfan sig:
— Sé vorið komið, ættu að
koma brumknappar á epla-
runnann.
Runninn heldur áfram að
skjálfa, brumlaus. Brandur fékk
þetta herbergi í haust. Hið
fyrsta, sem hann tók eftir, voru
þessar mjóu, sívölu greinar.