Stefnir - 01.06.1955, Side 66
64
STEFNIR
lökkuðu þilinu minnir á sjó,
rauðan af blóði.
Við borðið er verið að ræða
landsins gagn og nauðsynjar.
Það fer svona fram:
Brúnklæddur maður: Við eig-
um eftir að bíta úr nálinni með
þennan kulda.
Dökkhærður maður: Ég er
timbraður í dag.
Maður, sem stamar: Það þykja
mé-mór lí-lí-lí-til tíðindi.
Hinn brúnklæddi: Ykkur
skjátlast sannarlega, ef þið hald-
ið, að komið sé vor.
Brandur: Vorið er dáið.
Hinn brúnklæddi: Hretin eru
ekki liðin hjá enn.
Brandur: Vorið er dautt,
steindautt.
Hinn stamandi: Þva-þvaður.
Vo-ri-rið e-e-e-er að losa svefn-
inn. Þa-þa-það se-se-sefur.
Rauðhærður maður: Hvað ég
nú vildi sagt hafa. Já, meðal
annarra orða: Það er göfugt að
vera timbraður.
Þetta fer að verða óþolandi,
hugsar Brandur Brandsson. Hann
lýkur við kaffið og fer út.
Loftið er reykur .
Drengir í logni.
Allt í einu er komið logn,
stillilögn. Fyrir skömmu flugu
kríur til norðurs í rauðu kvöld-
skininu. Þær flugu bátt yfir
stóru húsunum í mið-bænum.
Brandur Brandsson gengur
silalega vestur eftir auðu Aust-
urstrætinu. Fólk er farið -heim
að borða.
Við hornið á Aðalstræti nemur
hann staðar og virðir fyrir sér
útstillingar á kvikmyndalist:
Innrás Marzbúa, Grái sjóræn-
inginn og þú, sem ég elska
í San Fransiskó. Ekki eru nöfn-
in klén.
Þessu liefur fólk gaman af,
hugsar Brandur. Það er skrýtið
þetta fólk.
— Brandur! Hann heyrir
skæra barnsrödd nefna nafn sitt.
Brandur lítur við og sér ellefu
eða tólf ára gamlan snáða með
gult, úfið hár og dökkblá augu.
Hann er í rauðri peysu.
— Komdu sæll, segir drengur-
inn varfærnislega.
Brandur svarar ekki.
— Komdu sæll, endurtekur
strákur.
— Hvað vilt þú mér? spyr
Brandur undrandi.
Drengurinn stingur höndunum
í buxnavasana.
— Þekkirðu mig ekki? spyr
hann.
— Nei!