Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 72
70
STEFNIR
ARCIIIE LEE: Mig varðar ekkert um, hvernig þú býrS þau út, mig langar
aSeins aS vita hvaS þau eru.
RÓSA FRÆNKA: (Spaklega). Já, sonur sæll( ég get ekki sagt þér hvernig þau
eru, án þess aS segja þér, hvernig þau eru búin til. MaSur tekur nokkrar
brauSsneiSar og sker úr þeim miSjuna. Setur þær á pönnu meS smjöri. SíSan
hellir maSur einu eggi niSrí hverja sneiS og setur úrskornu stykkin ofan á
eggin.
ARCHIF. LEE: (kaldhœ'Sriislega). Kveikir maSur svo upp í vélinni?
BABY DOLL: Nei, maSur gleymir því. ÞaS er þess vegna, sem þau eru kölluS
Birmingham egg, býst ég viS. (Hlœr a‘5 fyndni sinni).
RÓSA FRÆNKA: (upprifin). ÞaS eru þau kölluS. Þau eru kölluS Birmingham
egg, og pabbi hennar Baby Doll var alveg brjálaSur í þau. Þegar honum pabba
hennar líkaSi ekki kvöldmaturinn, heimtaði hann alltaf Birmingham egg og
svo stappaSi hann fótunum í gólfiS þangaS til ég var búin að útbúa þau. (Minn-
ingin um þetta virSist fá henni svo mikillar skemmtunar, aS liún er nærri rokin
um koll). Hann stappaði fótunum í gólfiS — þangaS til ég var búin aS útbúa
þau fyrir hann ... (Iilátur hennar fjarar út og hún skjögrar burt frá verönd-
inni fiktandi viS skœrin).
BABY DOLL: Gamlá konan er alveg aS tapa glórunni.
ARCHIE LEE: HvaS hefur hún verið hér lengi?
BABY DOLL: Hún kom i október.
ARCIIIE LEE: Nei, það var í ágúst. Hún settist hér upp síðasta ágúst.
BABY DOLL: Var þaS í ágúst? Já, það er rétt. Það var í ágúst.
ARCHIE LEE: Hvers vegna fer hún ekki og flissar um stund hjá Susie?
BABY DOLL: Susie hafði ekki pláss fyrir hana.
ARCHIE LEE: En Jim þá?
BABY DOLL: Hún var hjá Jim rétt áður en hún kom hingað, en konan hans
sagSi, að hún stæli frá sér. Þess vegna fór hún.
ARCHIE LEE: Ég trúi ekki, að hún hafi stolið frá henni. Trúir þú því?
BABY DOLL: Ég trúi því ekki, að hún hafi stolið. Ég held það hafi aSeins
verið átylla til að losna við hana. (Rósa frænka er komin að rósarunnanum.
Vindhviða kemur og næstum feykir henni um koll. Hún höktir um og hlœr að
því, hve reikul hún er í spori).
RÓSA FRÆNKA: Ja, drottinn minn dýri! Ha-ha! Oh. Ha-ha-ha!
BABY DOLL: Jæja, í hvert skipti, sem ég legg veskið mitt frá mér, þrífur kerl-
ingarbjáninn það og ráfast með það til mín. „Teldu aurana“, segir hún.
ARCHIE LEE: Til hvers gerir hún það?
BABY DOLL: Hún er smeyk við, að ég ásaki hana um þjófnað, eins: og konan
hans Jims gerSi.
RÓSA FRÆNKA: (raular fyrir munni sér meðan hún bograr viS rósarunninn).
Bjargið alda borgin mín
byrg þú mig í skauti þín.