Stefnir - 01.06.1955, Page 77
LI HUA:
í FOItVHI VÍCiVGLLI
Hua var uppi á 8. öld e.Kr. Hann var embættismaður í miklum metum, er
Búddatrúin greip hann svo föstum tökum, að hann varpaði af sér önnum og
vafstri embættismannsins og fluttist upp í sveit til þess að geta betur iðkað trú
sína. Jafnframt trúariðkunum sínum vann hann þar f næði við búskap ásamt
fjÖlskyldu sinni. Fátt ritsmíða eftir Li Hua hefur varðveizt, en ritgerð þessi
or kunnust þeirra.
^tór, stór — endalaus mann-
laus sandauðn, umlukin af
'fljótum. Fjöll á stangli. Hinn
sorgmóði vindur stynur til blóð-
lausrar sólar. Runnarnir standa
blaðlausir, grasið visið. Allt er
kalt, sem hélan í morgunsárinu.
Fuglar 'himinsins flögra hjá.
Dýr merkurinnar fælast staðinn.
Staðarmaður fræddi mig: „Hér
er forni vígvöllu'rinn. Oft hafa
herir tortímzt á þessum stað, og
í náttmyrkrinu getur að heyra
grát og kvein dauðra.“— Ó, eymd
°g volæði! Er þetta vígvöllur frá
dögum keisarans Chin eða Han
■— eða frá seinni tíma? Ég hef
heyrt, að hermennirnir hafi orð
ið að ganga tíu þúsund mílur í
þann tíma, er Chi og Wei sendu
herlið sitt til vígvallarins og Chin
og Han létu herboð fara um
ríkið; og hermennirnir urðu að
leggja sig í margar hættur og
þola langa útlegð. Hestunum var