Stefnir - 01.06.1955, Side 83

Stefnir - 01.06.1955, Side 83
BRÉF FRF LESENDUM .81 segja. Þeir megna ekki að afla sér efniviðar nema af skornum skammti, af því að líf þelrra sjálfra er snauðara af andlegri reynslu, fegurð og siðferðilegsri mennt en rithöfundi er nauðsynleg, og þegar við Kætist, að Þeir eru sínkir á sjálfan sig og stundum ekki nógu gáfaðir, ekki nægilega sálrænir á fínan hátt til þess að komast í innilega snerting við mannlífið og frábreytilegar mann- eskjur, er ekki að vænta heilbrigðs ávaxtar. Þeir eru fátækir af andagiít, og Þess vegna ekki listamenn. Hverjum rithöfundi er þörf á að korriast djúpt að hjarta fólks, án þess að hafa það eitt i huga að hagnýta það, gleði þess ,og sorgir, sem hrávið i skáldverk sín. Heiðariegir höfundar eru göíugir í hjarta gagnvart verkinu, þeir bera virðing fyrir því og auglýsa ekki verðmæti þess fyrir fram. Og snúum nú oss að hinum óheiðarlegu: Þessir vanþroska ritmenn spinna sögu úr eigin lífi, sem er næsta fátæklegt, ef rýnt er I það með ofan- greint í huga, þvi að þeir hafa i mesta lagi tekið á skófiu um sumarmánuðina, setið í fóðruðum sætum í leigubifreið og snúið stýrissveif vagnsins, selt áíengi við okurverði á laun vitstola mönnum af drykkju og komizt í tæri við nokkur allra handa gögn af veikara kyninu. Þetta er hinn siöferðilegi bakgrunnur, menntun þeirra og starfssvið og sjónarsvið, tiivalin reynsla fyrir höfunda sannra glæpasagna og heppilegur forði til að taka af og að byrla þannig; ný eiturlyf. I>etta er þeirra skóli. Manni finnst skrýtin tiltekt að skrifa um það eitt, sem drengtr milli tektar og tvítugs telja karlmennsku og stórmannleik. En Indriði G. Þorsteinsson, maður hartnær þritugur, fctur sér elíki fyrir brjósti brenna að skrifa bók, hugfanginn af þessarl nýju rómantík. Hún heitir múgrænu heiti, Sjötlu og níu af stöðinni — plebeilnn iöar undir nafninu •e- gerist hér og þar í Reykjavik, en einkum lcringum Hreyíil og leynivínsölu og myrlcraverk borgarinnar og náttúrlega er Keflavíkurflugvöllur nærtækur. Henni lyktar váveiflega i sælurikinu Skagafirði, hjá Arnarstapa í Vatnsskarði, a£ því hetjan deyr þar drottni sínum undir dodginum sínum. Kvenmaðurinn, auð- stéttarafsprengi reykviskt, dagdraumadis leigubíistjórans I sögunni, er undirr rót ógæfunnar, harmleiksins. Og áður en lengra er haldið, áður við skoðum þessa nýju bók, er heppilegt að bregða sér aftur í tímann og skyggnast öriítið um annað, sem hann hefur látið frá sér fara á torg. * II. Hinn 16. sept. 1953 skrifaði ég nokkur orð um I. G. Þ. á æskulýðssíðu Morg- unblaðsins, og þegar ég var ritstjóri tímaritsins ,,Líf og list“, birti ég sögu hans, Vígsluhátiðina, í ritinu með hamingjuóskum til hans fyrir að vera hlutskarpastur í smásögukeppni Samvinnunnar. Og i siðasta hefti Lifs, og listar birtist ritdómur um smásagnasafn hans eftir Erlend nokkurn Jönsson, og vegna inntaks dómsins Skellti ég íyrirsögn með, sem fræg er orðin: Náttúru- mikill skáldsöguhöfundur, og var hún skilin á marga vegu. Guðm. Daníelsson telur mér að þakka, að það orð komst á, að Indriði væri náttúrumikill (vel að merlcja í skáldskap). Mikið eiga menn undir einni fyrirsögn! En það voru orð mín um höf. í Mbl. á sínum tíma, sem mig langar til að yfirvega hér og gera grein íyrir, vegna þess að þau stinga I stúf viö það, sem hér verður sagt. Hin lofsamlegu orð voru skrifuð — og játa ég það af einlægni — einkum af per- sónulegri vlnsemd, þau urðu til af viðbrögðum mínum, er ég hafði hlýtt á nokkur atómsk hressingarskálaskáld níða niður þennan kunningja minn svo ósanngjarnt, að ég greip til pennans og skrifaði sitt hvað ósanngjarnt, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.