Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 88

Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 88
86 STEFNIR og höfuð hennar var álútt yfir reiminni. Hún mnndi vera um Jirítugt (herfi- leg notkun skildagatíðar í þessu sambandi, sem sýnir amböguhátt í skæru ljósi), og hár hennar var dökkt, og andiit hennar gott, en ckki fagurt. (í ,,Snjóunum“, segir Hemingway: ,,hún var ekki lagleg, en lionum fannst andlitið geðslegt“), en þetta iítur bara svona út í vasaútgáfu Indriða. Kannski var hún í bransanum. Gat einnig skeð hún hefði verið í Keflavík (íslenzka er slegin til jarðar í þessari setningu). Húð hennar var mjög fíngerð og hakan ekki sterk. Hún var glyðrulega klædd í ekki ncma léttri regnkápu yfir flegn- um kjól, berhöfuðuð og í rauðum skóm háhæluðuin. Og nú kemur rúsínan í pylsuendann: ,,I»að hlaut að vera óþægiiegt að aka með þessa staura neðan í fótunum.“ Indriði er ekki betur sjáandi en svo, að hann líkir háum hælum á kyenskóm við staura. Staurar eru yfirleitt þungir og sívalir hlutir. Þetta var lýsing á kvenpersónu sögunnar, sem örlög vesalings bílstjórans eru háð. Kynni Ragnars og hennar hefjast þarna á Stapanum, og það gerist ekkert, engin spenna i loftinu. Lesari getur ekki trúað því, að þau dragist hvort að öðru. Þótt Ragnar hjálpi henni um reimina, sem ætti að gefa tækifærið, er ekki að sjá nokkurn kveik á milli þeirra. Hann kemst ekki í nákunnugleik við hana nema með aðstoð viskís i næst-næsta kafla eftir ógætilegt tal um kynferðis- mál. Höf. leitast við að lýsa Gógó þannig, að hún sé öðrum þræði fin frú, sem taki ekki hvern, sem er, en vegna þess að fundir bílstjórans og hennar á Stapanum, eins og höf. lýsir þeim, eru ekki nógu sannfærandi aðdragandi að svo snöggum nánum kunningsskap í næst-næsta kafla, er ástarsambandið allt óraunverulegt frá upphafi. Eftir fyrsta fund þeirra hefði verið eðlilegast að ætla, að hún hringdi ekki í Ragnar, en sendi honum reimina, sem hann lánaði henni. Lesari verður að fá það á tilfinninguna, að bílstjórinn hafi i upphafi vakið áhuga konunnar með einhverju í fari sínu, að hiti sé í loftinu. Svo list- rænt verður höf. að lýsa undanfara ástar vegna sannleiksgildis. Þriðji kafli fjallar fyrst um leigubilstjórastéttina, og Indriði gerir þar barna- lega og kostulega sálgreining á þessum skapgerðum, sem hann kallar strákana, og segir: „Þetta voru harögerðir menn og samheldnir þótt þeir nörr- uðust. Sumir báru skrípinöfn, en þeim var ekki flíkað útífrá. Þeir urðu feimnir, ef einhver talaði hlýtt og einlæglega og umgengust þess háttar orðbragð af mikilli varúð, og þeir vildu eklii láta neinn komast inn í sig.“ (Það væri þokki að vaða inn i einn Hreyfilsbílstjóra ellegar hitt þó heldur! að hlýleikanum og því, sem þeir geymdu í hjartanu (höfundur nú orðinn næstum klökkur og prestlegur) og var ekki falt á hverjum degi, en mjög heilt og trútt (svo!) og sterkt og órepandi (svo!) samt sem áður. Höf. kostar kapps um að gera þessa nafntoguðu stétt að körlum í krapinu — fyrirmyndum að sönnum karlmönnum og drengjum góðum, — ,,tough guyes“ á borð við fyrirmyndir að rómantískum hetjum, einskonar drengilegum stríðsfélögum i líkingu við hetjur úr „Klukku Hemingways og öðrum stríðssögum hans. Indriði skirrist ekki við að bregða yfir þessa leynivínsaia episkum ljóma, sem fær enga stoð í raunveruleikanum, Því að hvernig getur maður, sem velur sér jafn-löðurmannlegt lífsstarf eins og að aka og harka út fé úr mönnum án ráðs og rænu og selja þeim vín verið dæmigerður íslendingur, réttlínaður í siðferði? Þess vegna eru andstæðurnar, hvitt og svart, sakleysiö og spillingin, ekki nægilega skýrt afmarkaðar í bókinni. Bókin er þvi m. a. ekki átakanleg harmsaga, eins og henni er ætiað að vera-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.