Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 93
BRÉF FRÁ LESENDUM
91
ar eyjar látnar a£ hendi, en skynsamlegt væri ekki að láta Fœr án þess, að
sjálístæði Formósu sé viðurkennt.
Litlar vonir eru um að Kínverjar láti af útþenslustefnu sinni. 1 bók Chiang
Kai-Sheks ,,China's Destiny", er gert ráð fyrir að Kína hafi áhrifavald a.m.k. yfir
Austur Indtands-skaganum. Á utanríkisstefnu hans og kommúnista eftir strið
var ekki mikill munur, hvað hetta snerti.
Með beztu kveðjum,
Jóhann Hannesson, tingvöllum.
Það var nú þá!
Sr. Guðmundur Erlendsson á Felll (samtíðamiaður Hallgrims Péturssonar)
orti býsnin öll, m.a. 12 Biblíurímnaflokka. Var hann vinsælt skáld á sinum
tíma og er sagt, að þeir Hallgrlmur hafi sent hvor öðrum kveðlinga sína tíl
yfirlits. Þá voru og Píslarsálmar sr. Guðmundar, 7 að tölu, með 1. útg. Passíu-
sálmanna 1666. — — Sr. Guðmundur var ekkl verra skáld en hver annar á
Lærdómsöldinni, en vinsældir hans voru þó, eins og margra, í öfugu hlutfalll
við getu hans. T. d. gat þessi jafnaðarmaður Hallgríms Pétursson ort á bessa
ieið (líkingarnar eru víst ekkl á 20. aldar vísu):
ó, minn Jesú, himnesk hæna,
hirðir trúr og náðarskjól,
einkatraust og vígið væna,
verndarborg og dýrðarsðl,
upp nú læt eg á þig mæna
anda minn af sjónarhól.
Hænan blíð, eg er Þinn ungi,
ei að sönnu fieygur vel,
á mér iiggur eymdaþungi,
eg þér minar nanðir tei,
Satan mér úr svikapungi
sin fram býður þúsund vél.