Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 94
UNDIR
ÁS JÁN N I
Dr. Otfried Weber:
íslandssýning háskólabókasaínsins í Kiel.
Höfundur þessarar grcinar, dr. Otfried Wcber, er yfirmaður Norð-
urlandadeildar háskólabókasafnsins f Kiel. I»að féll því í hans hlut að
undirbúa sýningu þá, er um ræðir f greininni, og valdi hann bæk-
urnar, sem sýndar voru, í samráði við prófessor Hans Kuhn. Dr.
Weber er fæddur f láibeck og lauk þar stúdentsprófi. Háskólanám f
þýzkum og norrænnm fræðum stundaði hann í Göttingen, Miinchen,
Greifswald og Kaupmannahöfn og lauk doktorsprófi í Miinchen 1935,
en embættisprðfi árið eftir. íslenzku lærði hann f Greifswald hjá Eið
Kvaran og í Kaupmannahöfn hjá þeim Sigfúsi Biöndal og Jóni Helga-
syni, en þar dvaldist hann 1938—1939. — Greinin var rituð fyrir þýzkt
tímarit, en ég hef þýtt hana óbreytta, þó að hún sé ekki í uppho.fl
ætluð íslenzkum lesendum. — Baldur Ingólfsson.
ann 17. júní 1954, á þjóðhátíðar-
degi Islendinga, var opnuð sýn-
ing íslenzkra bóka í Kiel. Við það
tækifæri tóku til máls Vilhjálmur
Finsen, sendiherra Islands í Þýzka-
landi, og prófessor Erich Hofmann,
rektor Kielar-háskóla, en viðstaddir
voru meðal annarra Árni Siemsen,
ræðismaður I Liibeck, sem og fulltrú-
ar landsstjórnarinnar og Kielarborgar.
Hátíðaræðuna hélt Hans Kuhn, pró-
fessor i norrænum fræðum i háskól-
anum.
Með hókum þeim, sem sýndar voru,
skyldi gefa yfirlit yfir menningarsögu
og bókmenntir Islendinga.
Háskólabókasafnið i Kíel hefur um
langt skeið iagt sérstaka alúð við
söfnun bókmennta Norðurlanda og Þá
sérstaklega Islands, og er saga ís-
lenzka safnsins nátengd sögu nor-
rænna fræða í Kielarháskóia.
Þar sem Slésvik og Holtsetaland
voru lengi hluti danska ríkisins, lá
það i hlutarins eðli, að mjög snemma
eða þegar 1781 var stofnað i Kiel lekt-
orsembætti í dönskum fræðum. Hafði
það ekki aðeins Það hlutverk að örfa
dönskukennslu, heldur jafnframt að
kynna stúdentunum menningu Norður-
urlanda almennt. Árið 1846 var því
breytt í fasta prófessorsstöðu í rnálum