Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 95
UNDIR SMÁSJÁNNI
93
og bólcmenntum Norðurlanda. Eftir
1864, er Kiel komst undir prússnesk
yfirráð, var fcessi starfsemi engan
veginn lögð á hilluna, heldur var sam-
bandið við norðrið þvert á móti treyst
sem bezt. Theodor Möbius, sem var
fastur prófessor 1865—1889, var maður
mjög vinsæll og vel metinn meðal
stöðunauta sinna á Norðurlöndum.
Hann og eftirmenn hans, Hugo Ger-
ing (1889—1921), Walter Heinrich
Vogt (1921—1945) og Hans Kuhn (í
Kiel siðan 1946) hafa allir látið sér
mjög umhugað um vinsamlega sam-
vinnu við fræðimenn á Norðurlöndum,
enda bar ein deild sýningarinnar ó-
tvirætt vitni um mikið og árangurs-
ríkt starf þeirra. Stjórn háskólabóka-
safnsins var snemma Ijóst mikilvægi
Þessarar fræðigreinar, og heíur safn-
ið lengi haft söfnun Norðurlandabók-
mennta sem sérsvið. Kiel er líka elzti
fastur kennarastóll í norrænum fræð-
um í Þýzkalandi og lengi vel sá eini.
Þegar Theodor Möbius lét af stöðu og
komst á eftirlaun 1889, ánafnaði hann
safninu hið verðmæta bókasafn sitt.
Þar með var lagður grundvöllur til
að byggja á. og hlutu nú íslenzkar
bókmenntir heiðurssess meðal Norður-
landabókmenntanna á safninu.
1 íyrstu voru Það eðlilega hinar
stórbrotnu bökmenntir fyrri alda,
sem áherzla var lögð á að safna og
rannsaka, en brátt beindist athygli
íræðimanna og að öðrum menningar-
tímabilum, svo að nú ná rannsóknir
yfir allt, sem ísland hefur lagt til
málanna á andlega sviðinu. Beztar
upplýsingar um fjölbreyttni íslenzku
deildarinnar í háskólabókasafninu í
Kiel er að finna í bókaskrá Olafs
Klose, Islandkatalog, sem gefin var út
árið 1930 sem heiðursgjöf á þúsund
ára afmæli Alþingis Islendinga.
i
t
Fyrir seinní heimsstyrjöldina var i
Kiel mesta safn íslenzkra bóka
inni i heiminum. Því miður hjó
styrjöldin stór skörð í það, svo að á