Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 96
94
STEFNIIt
suraum sviðum varð allt að helming-
ur bókanna eldinum að bráð. Samt á
á meginlandinu og bað fjórða í röð-
háskólabókasafnið enin mjög álitlegt
íslenzkt safn. Að visu hefur ekki enn
tekizt að fylla öil skörð, einkum þar
sem um er að ræða mjög gamlar bæk-
mr, en þó hefur reynzt unnt að fá
furðu margt i fornsölum. Auk þess
hefur tekizt að afla verulegs hluta
þeirra íslenzkra bóka, sem komið hafa
út, síðan styrjöldinni lauk. Er það að
þakka höfðinglegri hjálp islenzkra að-
ila og þá fyrst og fremst milllgöngu
Birgis Kjaran forstjóra og bókaút-
geíanda, sem stundaöi nám i Kiel á
sínum tíma. Á sýningunni var þvi
hægt að gefa góða mynd af hinni
furðulega miklu bókaframleiðslu þess-
ar£tr litlu þjóðar.
íslendingar eru, sem kunnugt er,
mjög lestrarfíkin þjóð. 1 höfuðborg-
inni Reykjavik með 56 þúsundum Ibúa
koma út hvorki meira né minna en
fimm dagblöð í samtals um það bil
58.500 eintökum. Af fimm helztu
timaritum um menningarmál er
Skirnir elztur og um leið elzta tíma-
rit, sem nú kemur út á Norðurlönd-
um. Áðurnefnd flmm timarit koma út
alls í 34 þúsund eintökum, svo að þvi
sem næst fjórði hver Islendingur er
áskrifandi einhvers þeirra. Að tiltölu
við fólksfjölda er á Islandi meiri
bókaframleiðsla en í nokkru öðru
landi eða 54 bækur á hverja 10 þús-
und íbúa árið 1952. Samsvarandi tölur
voru árið 1953 sex i Sviþjóð og þrjár
í Vestur-Þýzkalandi. Slíkar tölur eru
nokkur skýring á þvi, að enn skuli
vera til íslenzk orðtök eins og „blind-
ur er bókiaus maður“ eða „betra er
berfættur en bókarlaus að vera." Til
þess var ætlazt, að sýningin bæri vott
um þessa ást Islendinga á bókum, sem
er mjög gömul með þjóðinni. Auk
þess var það hlutverk hennar að gefa
sem skýrasta mynd af lífi íslenzku
þjóðarinnar bæði fyrr og nú með inn-
lendum og útlendum lýsingum á landl
og þjóð. Þar eð rúmið var takmarkað,
var aðeins hægt að sýna um 300 verk
eða um þaö bil 450 bindi, og var þeim
skipt i sautján deildir.
1 fyrstu deildinni voru sýndar ýms-
ar handbækur til þess að gefa fyrsta
yfirlit. Næst kom ágrip af kórtlagn-
ingu landsins, og var sýnt eitt kort
fyrir hverja öld allt frá tímum fyrsta
kortagerðarmanns á íslandi, Guð-
brandar Þorlákssonar biskups, íram
til vorra daga. Þar á eftir fylgdu
gamlar ferðalýsingar, meðal þeirra
fyrsta útgáfa hinnar þekktu Historia
de gentibus septemtrionalibus (Saga
Norðurlandaþjóða) eftir Olaus Magni,
erkibiskup 1 Sviþjóð, útg. 1555, stutt
Islandslýsing í Appendix eftir Gemma
Frisius (viðbætir við heimslýsingu eít-
ir Petrus Appianus og G.F., 1584),
ýmis verk Amgríms Jónssonar lærða
frá árunum 1593, 1607, 1609, 1618 og
1643, en rit hans voru íyrstu lýsingar
landsins, sem byggðar eru á eigin
athugunum höfundar. Ennfremur voru
sýndar allmargar, aðallega erlendar,
landslýsingar frá 17. og 18. öld. Hér
á eftir kom deild, sem sýndi Island
fyrri tima I myndum. Allmikið rúm
var ætlað nýrri verkum um land og
þjóð, þvi að lögð var áherzla á að
velja viðeigandi bækur til þess að gefa
sýningargestum sem gleggsta mynd
af landinu sjálfu og lifnaðarháttum
landsmanna.
Línurit og myndir veittu innsýn I
efnahagslíf iandsins.
1' slenzkum lögum, sem skráð voru
þegar á 12. öld og safnað saman í
svonefndri Grágás, var ætluð sérstök
deild. Lögbók sú, er gilti frá 1281,
Jónsbók, hefúr i heild aldrei verið
numin úr gildi og verið gefin út hvað
eftir annað allt fram á 20. öld. Með
samanburði við lagasafn frá 1945 var