Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Qupperneq 114
1969
— 112 —
braut, Miklatorgi, Snorrabraut, Eiríksgötu og Barónsstíg, sem er í
heild liðlega 75 þús. fermetrar, en ríkissjóður er þegar eigandi að lið-
lega 37 þús. fermetrum. Á móti afsalar ríkissjóður Reykjavíkurborg
Arnarhóli og sneið af Stjórnarráðslóðinni við Lækjartorg vegna fram-
halds Lækjargötu og sömuleiðis sneiðum af lóðum Landsbókasafns-
hússins og Þjóðleikhússins við Hverfisgötu vegna breikkunar Hverfis-
götunnar.
Samkvæmt samningi þessum verður Hringbrautin endurbyggð og
flutt til suðurs um 50 m frá núverandi götustæði á kaflanum frá tjarn-
arenda að Miklatorgi, og Miklabrautin verður endurbyggð að Rauðarár-
stíg. Ríkissjóður annast gerð götunnar frá tjarnarenda að Miklatorgi
á sinn kostnað, en fær í staðinn núverandi götustæði Hringbrautar frá
Miklatorgi að Laufásvegi til afnota fyrir Landspítalalóðina fyrir bif-
reiðastæði og innanlóðarsamgöngur.
Þá er í samningi þessum skuldbinding borgarstjórnar Reykjavíkur
um að úthluta ríkissjóði til afnota fyrir Landspítalann og læknadeild
Háskóla íslands landsvæði, sem er um það bil 140 þús. fermetrar, eða
14 ha að stærð, á svæðinu sunnan hinnar nýju Hringbrautar á lands-
svæði, sem takmarkast að vestanverðu af framhaldi Barónsstígs (Lauf-
ásvegar) og Sóleyjargötu og að austan- og sunnanverðu af götu, sem
kemur sem framhald af Snorrabraut upp öskjuhlíðina í stað núver-
andi Reykjanesbrautar og vegar, sem liggur af þeirri götu að flug-
turni. Á þessu svæði verður, utan heilbrigðisstofnana, aðeins íþrótta-
svæði knattspyrnufélagsins Vals. Þarna verður unnt að reisa miklar
byggingar í framtíðinni, og er ætlunin að byggja þar í fyrsta áfanga
fyrir stofnanir Landspítalans og læknadeildar. 1 samræmi við fyrir-
heit Reykjavíkurborgar til Háskóla íslands frá 6. október 1961 verður
ekki tekið gatnagerðargjald af 20 þús. rúmmetrum í þeim byggingum,
sem þarna verða reistar, en landsvæðið að öðru leyti verður með venju-
legum leigulóðakjörum. Gert er ráð fyrir, að byggingar, sem verða
norðan og sunnan Hringbrautar, verði tengdar saman með göngum og
brú, þannig að hægt verði að ferðast milli lóðahlutanna undir þaki.
Rvík. 1 desember tók til starfa í Borgarspítalanum háls-, nef- og
eyrnadeild. Tildrög að stofnun þessarar deildar má rekja til starfs,
sem hófst í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1962, en þá hafði Zonta-
klúbburinn í Reykjavík gefið deildinni vandað heyrnarmælingatæki til
notkunar í stöðinni. Ennfremur hafði Zontaklúbburinn styrkt stúlku
til náms og þjálfunar í heyrnarmælingum. Ný lyflæknisdeild með 22
rúmum var opnuð á Landspítalanum í viðbót við þá, sem fyrir var.
Þingeyrar. Sjúkraskýlið var í hörmulegu ástandi, svo að varla var
afsakanlegt að taka sjúkling inn í það. Þetta var lagfært á árinu.
Rekstur hefur verið lítill. Enginn vegur að fá lærða hjúkrunarkonu.