Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Side 140

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Side 140
1969 — 138 — Fljótlega var eins og .... [húsbóndinn] tæki S. sérstaklega undir sinn verndarvæng, og var eins og hann væri hálfgerður uppalningur hans. Naut hann þess í ýmsu, en að öðru leyti vildi þá líka sami hús- bóndi skipta sér meira af honum og ferli hans en almennt var, og enda stjórna honum. S. langaði t. d. um tíma til þess að læra á hljóðfæri, fannst hann hafa eitthvað í það, og sótti um Tónlistarskólann, en .... [húsbóndinn] þvertók fyrir það, sagði „alla músikanta verða ræfla“, og svo var það afgreitt mál. Þegar S. svo varð nokkru eldri, varð hann eiginlega eins og einka- þjónn eða bifreiðarstjóri .... [húsbóndans] og var með honum allt sum- arið í veiðihúsi upp við.... 1 skóla gekk S. heldur treglega. Var hann heldur seinþroska, bæði and- lega og líkamlega. Lauk hann barnaskólanámi, en ekki varð af frekari skólagöngu. Því var það líka, að er hann sótti um iðnnám 1943—1944 og hugsaði til radiotækni, og talið var, að gagnfræðapróf þyrfti til, þá rann það allt út í sandinn fyrir honum, og ekki varð neitt af neinu. Sem skjólstæðingi .... [húsbóndans] leyfðist honum ýmislegt í starfi, sem aðrir hefðu ekki leyft sér. Þótti hann jafnvel gera sér nokk- uð dælt við ýmsa þá, sem raunar voru yfir hann settir, að því leyti sem hann var starfsmaður . .. ., ávarpaði þá e. t. v. léttilega: „Hvað segir þú, vinurinn?“ Hins vegar mátti ekki mikið út af bera, og ef húsbónd- anum mislíkaði eitthvað, gat S. átt von á hrokaskömmum, en lét sér þá hvergi bregða. Þótti hann yfirleitt lipurmenni í starfi, og kom sér heldur vel. Þó var eins og mörgum þætti hann nokkuð yfirborðslegur og ábyrgðarlaus. Vestur á .... átti hann að vera til aðstoðar utanhúss og innan, í aðdyttingum við húsið o. s. frv., en virtist gjarnan tamara að vera við ýmislegt dund, sem frekar hefði mátt búast við að sjá hjá unglingum, módelsmíði og þess háttar, en gagnleg störf, jafnvel nauð- synjastörf, lentu frekar í undandrætti, væri ekki sérstaklega eftir litið. Ekki var þá svo, að S. væri vændur um viljaskort, heldur hitt, að það var eins og hann ætlaði aldrei að fullorðnast, ná þroska og ábyrgðar- tilfinningu, sem aldrinum svaraði. Á . ... kynntist hann núverandi konu sinni, K. A-dóttur. Eftir 2 ára trúlofun og nokkru lengri kunningsskap giftust þau svo 1948. Sambúð þeirra hefur verið góð að heita má og engin sérstök vanda- mál á heimilinu, nema langvarandi fjárhagsbasl og óreiða, sem virðist hafa viljað fylgja S., einkanlega hin síðari árin. Bjuggu þau hjónin fyrst að .... í húsi, sem .... heitinn .... [húsbóndinn] átti, en er hann seldi það, fluttu þau að . .. . í sama hreppi, í hús er .... [húsbóndinn] átti líka. Þurfti S. enga leigu að greiða eftir það, heldur var það eins og hluti af aðstöðu hans eða launum, sem a. ö. 1. voru ekki stórkostleg. Þegar .... [húsbóndinn] flutti af ...., áður en hann seldi fyrir- tækið, hélt S. áfram þjónustu við hann og heimili hans á .... og var því heimagangur meira og minna. Svo þegar húsbændaskipti urðu á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.