Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1969, Page 162
1969
— 160 —
því að geta gegnt ýmsum störfum, sem þeir annars kynnu að hafa
verið færir um að gegna.
Málsúrslit: Með dómi Hæstaréttar, kveðnum upp 16. janúar 1970, var fébóta-
ábyrgð lögð óskipt á stefnda og honum gert að greiða kr. 36.760,00 í málskostnað
í héraði og kr. 30.000,00 fyrir Hæstarétti.
Með dómi bæjarþings Keykjavíkur, kveðnum upp 20. desember 1971, var stefndi
dæmdur til að greiða stefnanda kr. 643.445,00 með 7% ársvöxtum frá 27. september
1966 til greiðsludags og málskostnaður látinn falla niður.
7/1971
Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti hefur með bréfi, dags.
10. júní 1970, leitað umsagnar læknaráðs varðandi voveiflegt andlát
drengsins S. M-sonar, ...., Reykjavík, hinn 10. janúar 1970.
Málsatvik eru þessi:
Laugardaginn 10. janúar 1970 var komið með drenginn S. M-son,
...., Reykjavík, f. 8. maí 1968, í Slysavarðstofu Borgarspítalans vegna
gruns um, að hann hefði tekið inn eina eða fleiri töflur af lyfinu kinidin.
Mikið annríki var á slysavarðstofunni, þar eð stórslys hafði orðið
skömmu áður, og voru læknar uppteknir af þeim sökum.
.... hjúkrunarkona tók á móti drengnum, og flutti hún .... lækni
boð um, hvað gerzt hafði. Kom hann ásamt nefndri hjúkrunarkonu að
máli við móður drengsins, sem kvaðst ekki vita, hvort hann hefði tekið
inn eina töflu eða fleiri, en framburður nefndra aðila er ekki sam-
hljóða um þetta.
Læknirinn kveðst ekki hafa skoðað drenginn né talað við móður hans,
en svaraði játandi, að óhætt væri að fara með hann heim og gefa honum
mjólk að drekka, þar eð meira en hálftími væri liðinn frá inntöku.
Móðir drengsins fór síðan með hann heim, en skömmu síðar missti
hann meðvitund. Var hann þá aftur fluttur í slysavarðstofuna, en var
látinn, er þangað kom. Gerðar voru lífgunartilraunir án árangurs.
Kvaddur var til sérfræðingur í hjartasjúkdómum, og er haft eftir
honum, að sennilega hafi kinidínið verið resorberað í blóðinu, þegar
komið var með drenginn í fyrra skiptið, og hefði þá þegar verið of seint
að framkvæma magaskolun.
Réttarkrufning fór fram á líki drengsins. 1 blóði hans reyndist magn
kínidíns svara til 24 mg/1, og var banamein hans talið kínidíneitrun.
Fyrir liggur skýrsla rannsóknarlögreglunnar um málsatvik, enn
fremur skýrsla .... læknis og .... hjúkrunarkonu, sem báðum var
gefinn kostur á að tjá sig um málsatvik. Þá liggur og fyrir bréf Hauks
Kristjánssonar, yfirlæknis Slysavarðstofu Borgarspítalans, dags. 8. 12.
1970, til siðamáladeildar læknaráðs, þar sem lýst er starfsskilyrðum
í slysavarðstofunni.