Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Side 146
144
frekari skoðun bíða þar til runnið væri af honum.
Það sem gerðist næst í málinu virðist vera það, að gæslumenn í
Síðumúla hringja til Kleppsspítala og ráðlögðu, að borgarlæknir
skoðaði manninn í fangageymslunni og var svo gert og eftir það
var slasaði lagður inn á Kleppsspítala.
Það liggur fyrir vottorð ... læknis /á Kleppsspítala/, dags.
10. sept. 1969, um innlagningu slasaða og ástand hans er hann kom
á sþítalann. Þetta vottorð er svohljóðandi:
"Samkvæmt beiðni yðar, dagsettri 2. þ.m., skal eftirfarandl vottað
varðandi G.S-son, ..., hér í borg.
G. var Innlagður á Kleppsspítalann þann 4. ágúst 1968 og í sjúkra-
skrá segir m.a.:
Þessi 30 ára gamli alcoholisti var útskrifaður héðan þann 6. júní
s.l. Byrjaði þá strax að drekka og hefur drukkið af og til síðan,
en s.l. 3 vikur hefir hann lítið neytt áfengis, þar eð hann hefir
unnið sem matsveinn á humarbát. Skipshöfnin tók sér frí þann 2.þ.m.
vegna verslunarmannahelgarinnar, og hefir G. drukkið 2-3 flöskur
af áfengi síðan. Um kl. 20.30 í gærkvöldi var hann orðinn áfengis-
laus, en átti lögg geymda í húsi við ...götu. Hugðist hann sækja
þetta áfengi, en húsið reyndist lokað og mannlaust. Hann sá opinn
glugga á fyrstu hæð, og þegar hann hafði troðið sér meira en hálfum
inn um gluggann, missti hann jafnvægið og steyptist niður á gólfið.
Kom hann niður á höfuðið og valt síðan á bakið og missti strax
meðvitund. Vissi hann næst af sér er sjúkraliðsmenn voru komnir
með sjúkrakörfu til að flytja hann á slysavarðstofuna. Mun hann
þá hafa legið 4-5 klst. meðvitundar laus . Er hann rankaði við sér,
kveðst hann ekki hafa getað hrært legg né lið, aðeins snúið lítil-
lega til höfðinu.
Laust eftir hádegi í dag (4. ágúst 1968) var hringt til vakthafandi
læknis hér á spítalanum úr fangageymslu lögreglunnar í Síðumúla,
og þess farið á leit, að spítalinn tæki við manni, sem þar hefði
legið í 8 klst., og segðist ekki geta hreyft sig, en í vörslu lög-
reglunnar hafði maðurinn komið frá slysavarðstofunni, og auk þess
hafði vaktlæknir í borginni komið og litið á manninn. Kváðust
fangaverðir ekki hafa heimild til að halda manninum þarna lengur,
en gætu ekki komið honum af höndum sér, þar eð hann segðist vera
algérlega lamaður. Var þeim bent á að tala við borgarlækni, og
1/2 klst. síðar hringdi aðstoðarborgarlæknir til spítalans og bað
um pláss fyrir manninn, sem hann taldi vera lamaðan.
Þegar G. kom hingað, var hann greinilega mjög meðtekinn, kvartaði
hann um verk ofan til millí herðablaða, sem legði út í axlir og
hendur, en a.ö.l. kvaðst hann dofinn og tilfinningalaus með öllu
og hann gæti ekkert hreyft sig utan aðeins snúið lítillega til höfði
og rétt hreyft 2-3 fingur vinstri handar. Hann kvartaði um mikla
þreytu og þyngslatilfinningu eins og eitthvað lægi ofan á brjóstinu
á sér.
Við skoðun kom í ljós, að maðurinn virtist hafa flaccid lömun frá
hálsi og niður úr. Útlimareflexar fengust ekki fram nema biceps
á báðum handleggjum og patellar reflex á v. fæti, mjög daufir þó.