Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Side 155
153
2. Hvort læknaráð telji, að orsök þeirrar örorku, er stefnandi býr
við, verði rakin til þess, að honum var komið í fangageymslu um
stundarsakir?
3. Alit læknaráðs á greinargerð Kjartans R. Guðmundssonar á dómskj.
nr. 10, að því er tekur til afskipta slysadeildar af stefnanda
við ofangreint tækifæri.
Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék prófessor dr. med. Tómas
Helgason sæti, en í stað hans kom Bjarni Hannesson, sérfræðingur í
heila- og taugaskurðlækningum, sem skipaður var í ráðið við afgreiðslu
máls þessa skv. 5. grein laga nr. 14 1942 um læknaráð.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs
Ad 1: Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, telur læknaráð, að
ekki hafi verið unnt að framkvæma fullnægjandi neurologiska skoðun
á stefnanda, þegar svo var ástatt um hann vegna ölvunar, eins og
fram er komið, að var, þegar skoðun fór fram í slysavarðstofu og
fangageymslu í Síðumúla hinn 4. ágúst 1968. Hins vegar hefir svo
mikið verið runnið af manninum, er hann var fluttur í Kleppsspítal-
ann sama dag, að skoðun þar leiddi strax til ákveðinnar niðurstöðu
um ástand hans.
Ad 2: Nei. Þar sem ekki var um að ræða brot á hryggjarliðum,
brjósklos né liðhlaup, verður ekki talið, að töf sú, sem varð á því,
að stefnandi fengi viðeigandi meðferð, hafi valdið þeirri örorku,
sem hann býr við.
Ad 3.: Þar sem ekki er fyllilega ljóst, hvað við er átt, telur lækna-
ráð sér ekki fært að svara þessari spurningu.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 26. janúar
1974, staðfest af forseta og ritara 28. febrúar s.á. sem álitsgerð
og úrskurður læknaráðs.
2/1974
Bæjarfógeti Akureyrar hefur með bréfi, dags. 29. mars 1973, leitað
umsagnar læknaráðs í bæjarþingsmálinu: H.S-dóttir gegn Útgerðar-
félagi Akureyringa h.f. og Tryggingamiðstöðinni h.f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 27. mars 1969 varð stefnandi máls þessa, H.S.-dóttir, ... götu,
..., f. ...1912, fyrir kláf í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa
h.f. með þeim afleiðingum, að hún hlaut meiðsli. Hún kveðst hafa
hætt vinnu strax og leitað læknis daginn eftir.