Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Qupperneq 160
158
Tillaga réttarmáladeildar um
Alyktun læknaráðs
Að áliti læknaráðs er örorka stefnanda sú, sem um getur í vottorði
Stefáns Guðnasonar tryggingayfirlæknis, dags. 20. desember 1971.
Tryggingayfirlæknir upplýsti á fundi réttarmáladeildar, að heildar-
örorkumat frá 18. maí 1971 sé hærra vegna ástands stefnanda fyrir
slysið.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 7. mars 1974,
staðfest af forseta og ritara 18. apríl s.á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
3/1974
Emil Agústsson, borgardómari í Reykjavík, hefur með bréfi dags.
28. nóvember 1973, samkvæmt úrskurði, kveðnum upp í sjó- og verslun-
ardómi Reykjavíkur 21. s.m., á ný leltað umsagnar læknaráðs í mál-
inu nr. 57/1971: V.H-dóttir f.h. eiginmanns síns E.H-sonar gegn
Ó.S-syni, K.H-syni og M.A-syni in solidum og Samvinnutryggingum g.t.
til 'réttargæslu.
Málsatvik eru þau, er greinir í úrskurði læknaráðs í sama máli,
dags. 17. október 1973.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðst er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Verður fullyrt, að núverandi heilsuleysi E.H-sonar, sem um ræðir
í málinu, sé afleiðing af höfuðáverka þeim, er um ræðir?
Verði því játað, hver eru þá helstu læknisfræðileg rök fyrir
þeirri niðurstöðu?
2. Verði þetta ekki fullyrt, hverjar eru þá líkur til orsakasambands
og á hverju byggðar?
3. Getur annarri orsök en áverka af slysi verið til að dreifa?
Og hverjar eru þá líkur með og móti hvorri hinna hugsanlegu
orsaka um sig?
Tillaga réttarmáladeildar um
Alyktun læknaráðs
Ad 1: Nei.
Ad 2: Samkvæmt því, sem ritað hefir verið um svipuð tilvik í
læknarit, má telja yfirgnæfandi líkur til þess, að núverandi heilsu-
leysi EJI-sonar sé afleiðing höfuðáverka þess, sem um ræðir.
Ad 3-: Já, en til þess eru mjög litlar lxkur, sbr. svar við spurn-
ingu nr. 2.