Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Síða 189
187
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 14>okt.
1975, staðfest af forseta og ritara 20. nóvember s.á. sem álits-
gerð og úrskurður læknaráðs.
3/1975
Hæstiréttur hefur með dómi, kveðnum upp 21. mars 1975, leitað um-
sagnar læknaráðs í málinu nr. 141/1972: S.J-son gegn fjármálaráð-
herra f.h. ríkissjóðs.
Málsatvik eru þessi:
Laugardagskvöldið 8. júlí 1967 lenti stefnandi máls þessa í ryksing-
um við 2 lögregluþjóna á samkomu í Hellubíói á Rangárvöllum. í átök
unum handleggsbrotnaði stefnandi:
1 málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð:
1. Örorkumat Stefáns Guðnasonar, yfirlæknis Tryggingastofnunar rík-
isins, dags. 11. febrúar 1970, svohljóðandi:
"Slasaði kom til undirritaðs til skoðunar 15. og 24. október 1969.
Slasaði kveðst hafa hlotið meiðsl þau, er hér um ræðir, í átökum
við lögreglumenn að Hellu á Rangárvöllum í júlí 1967. Hann hlaut
fyrstu læknishjálp hjá héraðslækninum á Hellu, fór í Slysavarðstofu
Reykjavíkur daginn eftir og í Landakotsspítala fór hann 10. júlí
1967 og dvaldi þar til 12. ágúst 1967 af þessum sökum. Hann var út-
skrifaður þaðan með gipsumbúðir á vinstri handlim frá hnúum og upp
undir holhönd. Gipsið segir hann að hafi verið tekið af eftir 17
mánuði frá því að það var sett á í fyrstu. Slasaði telur sig hafa
verið óvinnufæran meðan hann var með handliminn í gipsi, en eftir
það hafi verið um litla sem enga vinnu hjá sér að ræða vegna óþæg-
inda í handleggnum, uns hann seldi verslun sína, að sögn, í júní-
mánuði 1969. Síðan hafi hann unnið smávegis við verslun dóttur sinn
ar, bókhald og fleira.
Slasaði handleggsbrotnaði að eigin sögn um 18 ára aldur vegna byltu,
brotnaði þá á báðum handlimum. Kom brestur (klofnaði) í bein neðan
við hægri olnboga, en hlaut brot ofan við vinstri olnboga. Spenging
var að sögn gerð á vinstri upphandlegg og lagðar á gipsumbúðir.
Hann telur sig hafa fengið fullan bata eftir bæði þessi brot, stund-
aði eftir það glímu og leikfimi án óþæginda. Læknisvottorð liggur
ekkert fyrir um þetta slys.
Slasaði kvartar um verki um brotstaðinn, sem hér um ræðir á vinstri
framhandlegg, og segir verkina leggja upp og niður framhandlegginn,
og sársauki er við hreyfingar í honum og olnboganum á þessum hand-
legg, einkum við áreynslu og handartiltektir. Þá kvartar hann og
um máttleysi í vinstri handlimnum.
Skoðun á vinstri handlim sýnir ör eftir skurðaðgerðina £ Landakots-
spítala.