Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Síða 190
188
Hreyfingar í olnbogaliðnum, beyging-rétting 90° - 130°, snúnings-
hreyfing (pronation-supination) um það bil hálf. Síðustu röntgen-
myndir sýna mergtein í ölninni og kann sársaukinn við hreyfingar
e.t.v. að stafa af að einhverju leyti af tilvist hans.
Ályktun: Um er að ræða 51 árs gamlan kaupmann, sem hlaut brot á
vinstri öln fyrir tveimur og hálfu ári. Hann dvaldi af þessum sökum
í sjúkrahúsi rúman mánuð. Það varð að gera við brotið með merghols-
teini, og hann hafði handlegginn í gipsi, að sögn, um 17 mánuði.
Hann telst hafa verið óvinnufær jafnlangan tíma og lítt vinnufær
þar til í júní 1969. Eftir það verulega skert vinnugeta um 6 mánaða
skeið, en eftir það telst starfsgeta nokkuð skert.
Tekið skal fram, að um 30 árum áður en hér greint slys vildi til,
hafði slasaði hlotið brot um olnboga sama handlims og kann hreyfing-
artakmörkun sú, sem nú gætir í vinstri olnbogalið að standa að ein-
hverju leyti í sambandi við fyrra slysið, og er litið á það við
ákvörðun hins varanlega örorkumats.
Tæpast er að vænta frekari bata en orðinn er af afleiðingum meiðsla
þeirra, er hér um ræðir, og þykir því tímabært að meta nú örorku
slasaða af völdum þessa slyss og telst hún hæfilega metin, sem hér
segir:
Frá slysdegi í 6 mánuði:
10O%
75%
50%
30%
20%"
Eftir það í 11 mánuði:
Eftir það í 7 mánuði:
Eftir það í 5 mánuði:
Eftir það varanlega:
2. Vottorð ... læknis, dags. 19. maí 1970, svohljóðandi:
"Að beiðni hr. kaupmanns, S.J-sonar, f. ... 1918, nú til heimilis
að ..., Reykjavík, hefi ég undirritaður tekið saman eftirfarandi
yfirlit yfir heilsufars- og sjúkrasögu hans skv. dagál (journal)
lyflækningadeildar Landspítalans nr. 1722. Ég átti auk þess þátt í
fyrstu vistun hans á nefndri delld, þ. 8. ágúst 1959, og stundaði
hann þar í fyrstu ásamt öðrum læknum deildarinnar.
Foreldrar S. eru báðir látnir, systkini voru alls 13, þar af nú 6
á lífi. Tvö systkinanna létust úr berklum.
S. v'ar íþróttamaður á yngri árum, stundaði m.a. skíðaíþrótt, glím-
ur og fl.
Hann var talinn hafa fengið "spönsku veikina" (á fyrsta ári) og í
æsku flesta algenga barnasjúkdóma s.s. mislinga, kíghósta, hettusótt,
rauða hunda, hlaupabólu og skarlatsótt 8 ára gamall.
Allt frá æskudögum var honum gjarnt á að fá hálsbólgu með háum hita,
3-4 sinnum á ári og þá aðallega yfir vetrarmánuðina.
Um 12 ára aldur fékk hann liðagigt í bæði hné, og bar á því jafnan
öðru hvoru um 2ja ára skeið.
Er hann var 18 ára gamall, bólgnuðu liðir beggja ganglima, fylgdi
hár hiti, og átti hann í þeim veikindum á annan mánuð.