Bændablaðið - 08.07.2021, Side 6

Bændablaðið - 08.07.2021, Side 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 20216 Í samræmi við samþykkt aukabúnaðarþings Bændasamtaka Íslands frá 10. júní sl. hefur nýtt skipulag samtakanna formlega tekið gildi frá og með 1. júlí. Nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við samtökin frá búgreinafélögunum. Helstu breytingar á skipulagi skrifstofu eru að tvö ný svið hafa litið dagsins ljós, markaðssvið og fagsvið búgreina. Markaðssvið samtakanna mun hafa heildarumsjón með öllu markaðs- og kynningarstarfi landbúnaðarins í heild, ásamt því að sinna starfsemi og verkefnum sem tilheyra einstaka búgreinum sem er ætlað að styðja og efla íslenskan landbúnað. Á fagsviði búgreina er starfað í deildum sem hafa það verksvið að annast um sérhæfð málefni einstakra búgreina. Fagdeildirnar sjá m.a. um ýmis málefni í ytra umhverfi búgreina, móta áherslur í hagsmunagæslu, taka þátt í skipan fagráða o.s.frv. Loftslagsmálin tekin föstum tökum Íslensk stjórnvöld hafa sett það markmið að Ísland verði kolefnishlutlaust eigi síðar en árið 2040 og bændur landsins ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Bændasamtök Íslands tóku nýverið þátt í vinnu við gerð Loftslagsvegvísi atvinnulífsins ásamt Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu og Grænvangs. Við hjá Bændasamtökunum og bændur áttum okkur á því að árangri verði ekki náð nema atvinnulífið leiki þar stórt hlutverk, einkum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun, hönnun og umhverfisvænum lausnum. Því höfum við fengið til liðs við okkur sérfræðing í umhverfismálum og verkefnisstjóra yfir Kolefnisbrúnni, en allar spár til framtíðar benda til virks markaðar með kolefniseiningar og leika bændur og landeigendur þar lykilhlutverki. Kolefnisbrúin snýst um að ræktendur um land allt geti, með plöntun og umhirðu skóga, kolefnisjafnað sína eigin starfsemi og selt þá þjónustu til annarra, jafnvel til stórra og meðalstórra fyrirtækja. Áhersla er lögð á að ferlið sé vottað og stuðli að umfangsmikilli kolefnisbindingu um land allt til að mæta skuldbindingu Íslands í alþjóðasamfélaginu og stefnumörkun stjórnvalda. Áfram veginn bændur! Bændasamtök Íslands eru rótgróin og afar mikilvæg samtök sem þó hafa ef til vill verið föst í viðjum vanans um langa hríð. Hlutirnir hafa verið gerðir eins án þess að því sé velt upp hvernig eða hvers vegna, sem hefur síðan ef til vill leitt til þess að félagsmenn hafa talið hagsmunum sínum betur borgið með öðru fyrirkomulagi og því stofnað sérstök búgreinafélög. En núna ætla bændur að horfa áfram veginn og nú þegar sameining hefur gengið í garð nýtist mannauður og fagleg þekking starfsmanna betur, atvinnugreininni til heilla. En við þurfum á stuðningi bænda og þeirra sem starfa í frumframleiðslu matvara og búvara til þess að ganga til liðs við samtökin og tala til fólks sem er með okkur í liði. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að velja íslenskt, núna þurfum við að einblína á að sýna fram á sérstöðu íslenskrar framleiðslu með gæðavitund og umhverfismál í huga. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Það er einkennilegt að Íslendingar skuli ekki komnir lengra í matreiðslu yfirvalda á sannleikanum en tíðkaðist á miðöldum. Þá þótti ráðamönnum boðlegt að kynda undir skefjalausum ótta almennings á að lenda í hreinsunareldi í helvíti. Menn gátu síðan komist hjá slíku með því einu að kaupa aflátsbréf af yfirvöldum fyrir drjúgan pening. Enn virðist slíkt kukl í fullu gildi á Íslandi. Orkustofnun skráir skilmerkilega ár hvert áhrif samstarfs í orkumálum á milli Íslands og Evrópusambandsins. Ein birtingarmynd þess er heimild til sölu á því sem kallað er upprunaábyrgða raforku. Þá eru menn að selja pappíra sem votta að orkan sem kaupandinn er að nota sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. Skiptir þá engu máli þó staðreyndin sé að orkan sem viðkomandi notar sé framleidd með kolum, olíu, gasi eða kjarnorku. Líkt og trúarbrögðin á miðöldum skýldu sér á bak við baráttuna við djöfulinn sjálfan, þá er salan á aflátsbréfum eða „upprunavottorðum“ nútímans rökstudd með baráttu gegn hlýnun loftslags. Í báðum tilfellum er kynt undir skefjalausum ótta almennings líkt og enginn sé morgundagurinn. Afleiðing sölu þessara aflátsbréfa er að í bókhaldi Orkustofnunar fyrir raforkuframleiðslu á Íslandi árið 2020 er skráð að 57% íslensku raforkunnar sé framleidd með jarðefnaeldsneyti (kolum, olíu og gasi) og 30% sé framleitt með kjarnorku. Þá er sagt að fyrir framleiðslu raforku á Íslandi séu Íslendingar að losa 377,91 gramm af koldíoxíði á hverja einustu kílówattstund en þau voru samtals rúmlega 19 milljarðar á árinu 2020. Það þýðir að losun Íslendinga af koldíoxíði nam á pappírunum það ár um 7,2 milljónum tonna. Þá er líka sagt að vegna orkuframleiðslu Íslendinga falli til geislavirkur úrgangur sem nemi 1,08 grömmum á hverja kílówattstund. Það þýðir tæplega 21 þúsund tonn af geislavirkum úrgangi á ári. Samt segir Orkustofnun á sama stað að raforka sem framleidd sé á Íslandi sé 100% úr endurnýjanlegum orkugjöfum! Sennilega finnst vart á jarðríki sá maður sem ekki er andsnúinn skefjalausri mengun loftslags og óhóflegri losun á mengunarefnum eins og koltvísýringi, metangasi og fleiri lofttegundum. Því meiri þekkingu sem menn öðlast á þessum gastegundum, þeim mun betur skilja menn áhrif þeirra í heildarsamspili ljóstillífunar sem er undirstaða lífs á jörðinni. Sennilega hafa engir betri skilning á slíkri virkni lofttegunda en garðyrkjubændur sem stunda sinn búskap í gróðurhúsum. Þeir vita t.d. að ef hlutfall koltvísýrings í lofti í gróðurhúsunum er of lágt þá eiga plönturnar þeirra erfitt uppdráttar. Þó þessir bændur og bændur í öðrum búgreinum viti vel að koltvísýringur og metangas eru öllum gróðri nauðsynleg, þá gera þeir sér trúlega manna best grein fyrir skaðlegum afleiðingum ofmettunar slíkra lofttegunda í lofthjúpi jarðar. Það hefur því lítið upp á sig að hrópa að þeim ókvæðisorðum um að þeir brenni í vítislogum „Global Warming“ ef þeir kaupi ekki svo og svo mikið af aflátsbréfum frá íslenskum orkufyrirtækjum. Samt var reynt fyrir nokkrum árum að stilla þeim upp við vegg og skikka þá til slíkra kaupa, þó þeir væru sannarlega að kaupa 100% hreina raforku alla daga. Þó hótanir um hræðilega tilvist eftir dauðann á hreinsunareldinum hafi dugað ágætlega á miðöldum til að hræða fólk til að kaupa aflátsbréf, þá er erfitt að kyngja því að almenningur láti nýja herra selja sér sams konar blekkingarnar aftur. – Eða höfum við kannski ekkert lært? /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Blekkingar Horft til suð-suðvesturs af Grafningsvegi við Jórukleif við suðvesturhluta ÞIngvallavatns. Hægra megin á myndinni blasa við Hátindur og Jórutindur sem standa hlið við hlið. Hátindur er 425 metra hár móbergshryggur en Jórutindur, sem er 396 metra hár, er eins og skörðótt hnífsegg séð frá austri. Jórutindur er nánast allur úr veðursorfnu móbergi. Af honum þykir afskaplega fallegt útsýni yfir Hestvík við Þingvallavatn og hæðótt landslagið í kringum hana. Mynd / Hörður Kristjánsson Eitt lið – ein stefna!

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.