Bændablaðið - 08.07.2021, Side 19

Bændablaðið - 08.07.2021, Side 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 19 DSD fjósainnréttingar sem framleiddar eru í Hollandi eru sérsmíðaðar fyrir íslenskar kýr og hafa þegar sannað gildi sitt í íslenskum fjósum. Innréttingarnar eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga nánast öllum þörfum nútímafjósa. Hafðu samband: bondi@byko.is byko.is FJÓSAINNRÉTTINGAR Tímabókanir í síma 568 6880 VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880 Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Í júlí bjóðum við upp á heyrnarmælingar og ráðgjöf á: Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Ísafirði, Selfoss og Vestmannaeyjum. Á nýliðnum 93. ársfundi Sambands sunnlenska kvenna (SSK), sem var haldinn í Íþrótta­ húsi Þykkvabæjar í umsjón Kvenfélagsins Sigurvonar, var tilkynnt um val á Kvenfélagskonu ársins 2020. Þann heiður hlaut Magðalena K. Jónsdóttir, kvenfélagskona í kvenfélaginu Fjallkonu undir Austur-Eyjafjöllum. Magðalena er jafnframt bóndi á bænum Drangshlíðardal. Hún er svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu komin enda hefur hún starfað ötullega með kvenfélagi sínu í áraraðir og einnig fyrir SSK og Kvenfélagasamband Íslands. Gegn fíkniefnaneyslu barna Á ársþinginu samþykktu kvenfélags- konur einnig eftirfarandi ályktun: „Ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna, haldinn í Þykkvabæ 5. júní 2021, skorar á hæstvirtan barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, að setja af stað landsátak gegn fíkniefnaneyslu barna og ungmenna sem og forvarnafræðslu til foreldra og forráðamanna strax.“ /MHH Magðalena K. Jónsdóttir (t.h.) að taka á móti viðurkenningunni frá Elínborgu Sigurðardóttur, formanni SSK. Mynd Pálína Magnúsdóttir Samband sunnlenskra kvenna: Magðalena K. Jónsdóttir bóndi er Kvenfélagskona ársins 2020

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.