Bændablaðið - 08.07.2021, Qupperneq 40

Bændablaðið - 08.07.2021, Qupperneq 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202140 LÍF&STARF Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Angus holdanaut frá NautÍs fædd 2020 Hér er nú kynntur þriðji árgangur Angus-holdanauta frá Nautgripa- ræktarmiðstöð Íslands á Stóra- Ármóti. Þessir gripir eru eins og fyrri árgangar tilkomnir með innflutningi fósturvísa frá Noregi og því um að ræða sérvalda úrvalsgripi. Innflutningur fósturvísa er ekki einfalt mál og mikið ferli sem til þarf þar sem gætt er ítrustu smitvarna enda er stöðin á Stóra-Ármóti einangrunarstöð í strangasta skilningi þess orðs. Holdanautakynið Aberdeen Angus er óþarft að kynna enda kjötgæði þess rómuð og kjötnýting mjög góð. Kynið hentar vel þar sem áhersla er lögð á nýtingu beitar og gróffóðurs ásamt góðum móðureiginleikum, mjólkurlagni og léttan burð. Það hentar því vel í t.d. blendingsrækt þar sem burðarerfiðleikar eru fremur fátíðir. Við val á fósturvísum til upp- setningar hérlendis hefur frá því Nautgriparæktarmiðstöð Íslands (NautÍs) var stofnuð verið sérstak- lega horft til nauta sem gefa góða móðureiginleika til uppbyggingar á Angus-holdagripastofni hérlendis. Á árinu 2018 fæddust kálfar undan Li‘s Great Tigre NO74039 og First Boyd fra Li NO74033 og á árinu 2019 var um að ræða gripi undan Hovin Hauk NO74043 og Horgen Erie NO74029. Á árinu 2020 var eingöngu um að ræða kálfa undan Emil av Lillebakken NO74028. Allt eru þetta naut sem gefa góðar mæður. Emil av Lillebakken, f. 2. jan- úar 2009, hjá Jan Håvard Refsethås í Haltdalen í Þrændalögum. Þess má geta í framhjáhlaupi að í Vestmannaeyjum stendur eftirgerð stafkirkjunnar í Haltdalen. Emil er gott alhliða kynbótanaut sem gefur ríflega meðalstóra kálfa með léttan burð, bæði hjá kúm og kvígum, góðan vaxtarhraða, mikinn fallþunga og góða flokkun sem á við um hvort tveggja, holdfyllingu og fituflokkun. Mæðraeiginleikar dætra Emils eru einnig mjög miklir. Til samanburðar við tölur um vöxt gripa á Stóra-Ármóti má nefna að Aberdeen Angus gripir á uppeldisstöðinni á Staur í Noregi voru að vaxa um 1.415-1.669 g/ dag við uppgjör í mars 2021. Í þeim hópi voru fjórir synir Emils av Lillebakken. Nautin sem fæddust á Stóra-Ármóti árið 2019 uxu um 1.442-1.842 g/dag frá fæðingu til og með maí 2020. Þegar þetta er skrifað er sæðis- taka úr þessum nautum ekki hafin og því liggur ekki fyrir hver árangur úr henni verður. Það er þó von allra sem að verkefninu standa að síðar í sumar standi þessi naut kúabændum til boða við sæðingar um land allt. Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mundi@rml.is Emmi 20401 - ET (1662742-0027) Fæddur 22. júní 2020 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti Ætt: F. Emil av Lillebakken NO74028 M. Hovin Nora NO103702 Ff. Betong av Dagrød NO74017 Mf. Junior av Nordstu NO74060 Fm. Mairin NO24738 Mm. Hovin Felippa NO31018 Fff. Kincaid ET av Dagrød NO53755 Mff. Paringa Iron Ore E27 AUHKFE27 Ffm. NO17799 Mfm. Fiona av Nordstu NO33057 Fmf. Arctic‘s Samson NO74001 Mmf. Hovin Velixir NO74011 Fmm. Erin av Holthe NO21886 Mmm. Hovin Vimse NO25829 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og útlögumikill með miklar og vel holdfylltar herðar. Hásinn er stuttur, sver og vöðvamikill. Bakið breitt og holdmikið, malir langar og ákaflega breiðar og holdfylltar. Lærvöðvinn gríðarmikill og vel kúptur. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Emmi er ákaflega vel gerður, holdmikill og glæsilegur gripur. Umsögn: Fæðingarþungi var 48 kg. Við vigtun 15. júní 2021 vóg Emmi 608 kg og hafði því vaxið um 1.560 g/dag frá fæðingu. Emmi hefur alla tíð sýnt mjög mikla vaxtargetu. Erpur 20402 - ET (1662742-0028) Fæddur 24. júní 2020 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti Ætt: F. Emil av Lillebakken NO74028 M. Hovin Nora NO103702 Ff. Betong av Dagrød NO74017 Mf. Junior av Nordstu NO74060 Fm. Mairin NO24738 Mm. Hovin Felippa NO31018 Fff. Kincaid ET av Dagrød NO53755 Mff. Paringa Iron Ore E27 AUHKFE27 Ffm. NO17799 Mfm. Fiona av Nordstu NO33057 Fmf. Arctic‘s Samson NO74001 Mmf. Hovin Velixir NO74011 Fmm. Erin av Holthe NO21886 Mmm. Hovin Vimse NO25829 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur með miklar útlögur, hálsinn stuttur sver og vöðvaður. Bakið er breitt og vel holdfyllt. Malirnar langar, breiðar og holdmiklar. Mikill og kúptur lærvöðvi. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Langvaxinn og ákaflega vel gerður gripur með mikla holdfyllingu. Umsögn: Fæðingarþungi var 49 kg. Við vigtun 15. júní 2021 vóg Erpur 562 kg og hafði því vaxið um 1.537 g/dag frá fæðingu. Erpur hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu. Eðall 20403 - ET (1662742-0029) Fæddur 29. júní 2020 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti Ætt: F. Emil av Lillebakken NO74028 M. Nanne av Høystad NO104656 Ff. Betong av Dagrød NO74017 Mf. Lord Rossiter av Høystad NO62302 Fm. Mairin NO24738 Mm. Kira av Høystad NO48643 Fff. Kincaid ET av Dagrød NO53755 Mff. Donaumoos King Rossiter G182 DE0985921182 Ffm. NO17799 Mfm. Hermine av Høystad NO36330 Fmf. Arctic‘s Samson NO74001 Mmf. Ilir av Høystad NO60252 Fmm. Erin av Holthe NO21886 Mmm. Beate v Teigen NO19157 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og feikilega útlögumikill með stuttan, sveran og holdugan háls. Mikil holdfylling í breiðu bakinu. Malirnar eru ákaflega breiðar og sérlega vel holdugar. Gríðarmikill og kúptur lærvöðvi. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Breiðvaxinn, holdmikill og glæsilegur gripur. Umsögn: Fæðingarþungi var 44 kg. Við vigtun 15. júní 2021 vóg Eðall 582 kg og hafði því vaxið um 1.533 g/dag frá fæðingu. Eðall hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu. Emil av Lillebakken, f. 2. janúar 2009, hjá Jan Håvard Refsethås í Haltdalen í Þrændalögum. Mynd / Jan Arve Kristiansen Erpur. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir Emmi. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir Eðall. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.