Bændablaðið - 08.07.2021, Síða 43

Bændablaðið - 08.07.2021, Síða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 2021 43 hannað til söfnunar á regnvatni, sem eftir hreinsun er boðið kúnum til drykkjar. Hið fljótandi fjós getur svo hreyfst upp og niður samhliða sjávarföllunum en til þess að tryggja stöðugleika þess, gagnvart öldugangi og vindi, er það í raun fasttengt við stálbita sem reknir hafa verið niður í sjávarbotninn. Þessir bitar gera það að verkum að fjósið er mjög stöðugt og nær það t.d. aldrei að halla nema um að hámarki tæpa 30 cm þrátt fyrir öldugang eða vind. Franskar kýr Kýrnar á búinu eru af hinu franska kyni Montbéliarde en þetta er nokkuð harðgert kyn og þekkt fyrir hreysti. Kynið er ekki sér- lega afurðamikið, miðað við t.d. hið þekkta Holstein kyn, en þykir henta betur við þessar aðstæður þar sem fóðurgæðin geta verið með ýmsum hætti og dægursveiflur geta verið á gæðum þess. Þá er mjólk Montbéliarde próteinrík sem hentar vel fyrir afurðavinnslu búsins. Nýta það sem til fellur 80% af fóðrinu sem kýrnar fá kemur frá alls konar vinnsluað- ilum í Rotterdam og nýta þær í raun úrgang og hliðarframleiðslu frá annarri matvælavinnslu í borginni. Dæmi um þetta er hýði af kartöflum, uppsóp og úrgangur frá kornvinnslum og brugghrat. Þá fá kýrnar einnig nýslegið gras sem kemur frá íþróttavöllum og grænum svæðum borgarinnar! Allt fóðrið sett í fóðurblandara og kúnum gefið heilfóður með sérstöku færibandakerfi. Til við- bótar hafa kýrnar svo aðgengi að beitarsvæði sem þær geta farið á með því að rölta um landgang frá fjósinu og upp á land. Fjölbreyttari framleiðsla fram undan Ef fram fer sem horfir þá munu á næstunni bætast við fleiri bú við hlið kúabúsins og er stefnan sú að þetta svæði í höfninni í Rotterdam verði í raun töluvert stórt mat- vælaframleiðslusvæði. Þannig hefur nú verið hannað fljótandi kjúklingabú auk þess sem gert er ráð fyrir fljótandi lóðréttu garð- yrkjubúi á svæðinu. Kýrnar geta farið í land og á beit þegar þær vilja. Samkvæmt grunnskipulagi svæðisins mun iðnaðarsvæðið við höfnina í Rotterdam breytast í umfangsmikið matvælaframleiðslusvæði á komandi árum. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR gerðir dráttarvéla Bænda bbl.is Facebook STRÚKTÚR ehf | Bæjarflöt 9 | 112 Reykjavík | struktur@struktur.is | Sími: 588 6640 Nú á allt að seljast. Eigum þessa lengd á lager. Litað bárujárn Þykkt: 0,60 mm Breidd: 1045 mm Klæðir: 988 mm 3.600 kr m ² m/vsk. 40% afslá�ur meðan birgðir endast 2.160 kr m² m/vsk RAL 9005 Svart Lengd: 4.800 mm Plata = 4,8 * 0,988 = 4,74 m2 Nánari upplýsingar hjá sölumönnum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.