Bændablaðið - 08.07.2021, Side 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júlí 202144
Heildarsala á kindakjöti fyrstu 5
mánuði ársins var 2.468 tonn sem
er 2,1% aukning miðað við sama
tímabil árið 2020. Heildarsala
á dilkakjöti það sem af er ári er
2.254 tonn og á öðru kindakjöti
214 tonn. Salan á dilkakjöti eykst
um 2,0 % milli ára fyrstu 5 mánuði
ársins. Ef hins vegar er horft til 12
mánaða sölu þá er 12,4% samdráttur
í kindakjötssölu. Samdráttur í sölu
allra kjöttegunda á sama tímabili er
3,3%. Birgðir af dilkakjöti 1. júní
voru 1.879 tonn en voru á sama tíma
fyrir ári 1.488 tonn.
Verðþróun
Verðþróun lambakjöts í smásölu
er mæld sem undirvísitala vísitölu
neysluverðs. Frá áramótum hefur
verðlag lambakjöts hækkað um
1,0% á meðan almenn verðlags
hækkun hefur verið 2,6%. Ef litið
er til 5 ára verðlagsþróunar þá hefur
lambakjöt hækkað um 10,8% meðan
vísitala neysluverðs hefur hækkað
um 15,2%. Frá árinu 2008 hefur
vísitala lambakjöts hækkað um
45,4% á meðan vísitala neysluverðs
hefur hækkað um 78,1%.
Útflutningur
Alls hafa verið flutt út 1.166 tonn
af kindakjöti það sem af er ári.
Mest hefur verið flutt út til Noregs
eða 457 tonn sem er 39% af heildar
magni tímabilsins. Heildar verð
mæti er 930,8 mill jónir og reiknað
einingaverð 798 kr/kg. Reiknað
einingaverð alls útflutnings árið
2020 var 693 kr/kg.
Taka þarf tillit til þess að hlut
fall vöruflokka er ólíkt ef borið er
saman allt árið 2020 og fyrstu 5
mánuðir ársins 2021, þar sem allur
útflutningur á ódýrari skrokkhlut
um og kjöti af fullorðnu fer fram
að haustinu.
Unnsteinn Snorri Snorrason
framkvæmdastjóri
Landssamtaka sauðfjárbænda
unnsteinn@bondi.is
Sala á kindakjöti
Grænvangur er samstarfs vett
vangur atvinnulífs og stjórn
valda um loftslagsmál og grænar
lausnir. Á vegum Grænvangs var
á dögunum gefin út Loftslags
vegvísir atvinnulífsins.
Þar er að finna yfirlit yfir núver
andi stöðu loftslagsmála í hverri
atvinnugrein og fjallað um markmið,
tækifæri og áskoranir. Þá eru lagðar
fram tillögur til úrbóta, m.a. hvernig
stjórnvöld geti stutt við atvinnulífið
til að ná hraðari árangri í loftslags
málum en ella. Loftslagsvegvísir
atvinnulífsins er samvinnuverk
efni sjö atvinnugreinafélaga. Þau
eru: Samorka, Samtök ferðaþjón
ustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja,
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi,
Samtök iðnaðarins, Samtök versl
unar og þjónustu og Bændasamtök
Íslands.
Samkvæmt losunarbókhaldi
Íslands er samtals losun atvinnu
lífs (sem er á beinni ábyrgð Íslands)
um 2.882 kt CO2íg. Þar af er bein
losun frá landbúnaði árið 2019 619
kt CO2íg. Það er um 40% af heildar
losun vegna atvinnulífsins. Þetta er
losun sem myndast vegna beinnar
starfsemi á búum og stærstu los
unarvaldarnir eru iðragerjun búfjár,
geymsla og notkun búfjár áburðar
og notkun tilbúins áburðar.
Bændasamtök Íslands samþykktu
umhverfisstefnu landbúnaðarins árið
2020. Þar er lag til að unnið verði að
því að ná fram kolefnisjöfnun í land
búnaði árið 2030. Til að ná þessu
markmiði verður að efla enn frekar
rannsóknir og ráðgjöf varðandi losun
frá landbúnaði en ekki síður að stór
auka verkefni sem stuðla að bindingu
kolefnis í jarðvegi og endurheimt
vistkerfa. Árið 2019 settu stjórnvöld
í gang verkefni sem kallast lofts
lagsvænn landbúnaður. Verkefnið
er samstarverkefni stjórnvalda,
bænda, RML, Landgræðslunnar
og Skóræktarinnar. Því er ætlað að
auka þekkingu bænda á verkefnum
á sviðið loftslagsmála, greina mögu
legar aðgerðir og stuðla að því að
koma verkefnum afstað.
Upphaf verkefnisins loftslags
vænn landbúnaður má rekja til
þess að á aðalfundi Landssamtaka
sauðfjárbænda árið 2017 var sam
þykkt stefnumótun þar sem segir
að stefna skuli að kolefnisjöfnun
greinarinnar eins fljótt og kostur er.
Sauðfjárbændur sýndu með þessu
skrefi mikilvægt frumkvæði í þess
um málaflokki og fengu stjórnvöld
með sér í lið til þess að koma verk
efninu af stað. Í stjórnarsáttmála sitj
andi ríkisstjórnar, frá því í nóvember
2017, er eitt af þeim áhersluatriðum
sem þar kemur fram að gengið verði
til samstarfs við sauðfjárbændur um
kolefnisjöfnun greinarinnar í sam
ræmi við aðgerðaáætlun þar um. Út
frá þessari vinnu hefur verkefnið
Loftslagsvænn landbúnaður þróast.
Fyrst um sinn hafa þátttakendur í
verkefninu komið úr röðum sauð
fjárbænda, en nú er ætlunin að naut
gripabændur komi einnig inn í verk
efnið. Aðrar búgreinar munu síðan
koma inn í verkefnið í framhaldinu.
Það er á höndum stjórnvalda í
samstarfi við bændur að mótuð verði
afgerandi stefna varðandi landbúnað
og loftslagsmál. Ýmis verkefni eru
komin í gang og önnur bíða þess að
hafist verði handa. Kolefnisjöfnun
landbúnaðar er eitt af 19 áherslu
atriðum nefndar um mótun land
búnaðarstefnu Íslands. Við næstu
endurskoðun búvörusamninga munu
loftslagsmál með einum eða öðrum
hætti verða eitt af áhersluatriðum í
samningaviðræðum stjórnvalda og
bænda.
Loftslagsvegvísir atvinnulífsinsBreyting á félagskerfi sauðfjárbænda
Þann 1. júní tóku í gildi breytingar á
félagskerfi landbúnaðarins þegar Bænda
samtök Íslands og búgreinafélögin sam
einuðust undir merkjum BÍ. Unnsteinn
Snorri Snorrason, sem gegnt hefur starfi
framkvæmdastjóra Landssamtaka sauð
fjárbænda, hefur nú hafið störf hjá Bænda
samtökum Íslands. Hann mun sinna starfi
sérfræðings í umhverfis og loftslagsmálum
auk þess að gegna starfi tengiliðar búgreinadeildar sauðfjár
bænda.
Landssamtök sauðfjárbænda munu innheimta félagsgjöld fyrir
fyrri hluta ársins 2021. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar LS verður
gjaldið 11.450 kr. á hvert bú. Gjaldið innifelur aðild að samtökunum
fyrir tvo einstaklinga sem uppfylla að öðru leyti skilyrði fyrir aðild
samkvæmt samþykktum samtakanna. Gjald fyrir aukaaðild er 3.350
kr. Greiðsluseðlar verða sendir út í júlí.
Í tengslum við nýtt félagskerfi landbúnaðarins verður innheimt
félagsgjald í BÍ fyrir seinni hluta ársins (júlí-desember). Félagsgjaldið
er veltutengt og þrepaskipt. Mikilvægt er að félagsmenn skrái umfang
og eðli síns rekstrar inn á Bændatorgið á sérstakt skráningareyðublað.
Einnig þarf hver og einn að skrá veltutölur í sinni búgrein af landbúnað-
arstarfsemi. Ef stunduð er fleiri en ein búgrein, þarf að skipta veltunni
hlutfallslega á viðkomandi greinar. Hægt er að fá nánari upplýsingar
í síma 563-3000 á skrifstofutíma. Einnig er hægt að senda skilaboð í
gegnum Bændatorgið og á netfangið bondi@bondi.is.
Sauðfjárbændur stefna að kolefnisjöfnun eins fljótt og auðið er.
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
SÍUR Í
DRÁTTARVÉLAR
HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS
Bændablaðið
líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook
Smáauglýsingar 56-30-300