Bændablaðið - 11.03.2021, Síða 1

Bændablaðið - 11.03.2021, Síða 1
Búnaðarþing 2021 verður hald ið á Hótel Sögu dagana 22. og 23. mars að öllu óbreyttu. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að helsta málið á dagskrá séu breytingar á félagskerfi landbúnaðarins og að efla stöðu Bændasamtakanna sem hagsmunasamtök fyrir alla bændur á landinu. „Megináherslan á þinginu eru félagskerfisbreytingar þar sem stjórn Bændasamtaka Íslands mun leggja fram tillögu að tvenns konar sviðsmyndum. Annars vegar óbreyttu fyrirkomulagi, sem okkur hugnast illa, og hins vegar fyrirkomulagi þar sem búgreinafélögin renna undir Bændasamtökin og starfsemi því tengdu. Slík sameining gerir okkur kleift að ná fram áherslubreytingum í starfsemi samtakanna og um leið verulegri hagræðingu í tengslum við hagsmunagæslu fyrir bændur í landinu.“ Samþætting vinnu Gunnar segir að við það að búgreinafélögin renni undir Bændasamtökin þýði að megin­ áherslur verði lagðar af stjórn samtakanna með stuðningi búgreinadeilda. „Gert er ráð fyrir að starfs­ menn búgreinafélaganna muni með breytingunni færast til Bændasamtakanna og búgreina­ deildirnar yrðu þannig til stuðnings fyrir mál sem varða hverja búgrein fyrir sig. Á sama tíma er hægt að samþætta vinnuna þegar kemur að sameiginlegum málum þannig að það séu ekki margir að vinna sömu vinnuna hver í sínu horni og á það til dæmis við vinnu við gerð athugasemda við lagafrumvörp, í sambandi við umhverfismál, matvælamerkingar og önnur mikilvæg verkefni. Með þessu tel ég að við munum efla starfsemi Bændasamtakanna og gera vinnu innan þeirra mun skilvirkari.“ Hugnast ekki óbreytt ástand Gunnar segir að honum hugnist það illa ef breytingarnar á félags­ kerfinu verða ekki samþykktar og að þá verði bændur að fara að gera upp við sig hver tilgangur Bændasamtakanna sé og hvert sé hlut­ verk þeirra í framtíðinni. „Eitt af því sem þarf að skoða, verði ástandið óbreytt, er hvernig verkaskipting á að vera milli Bændasamtakanna og búgreinafélaganna. Það er gersamlega ótækt til lengdar að það séu allir að grauta í sama pottinum.“ Að sögn Gunnars hafði stjórn BÍ talsverðar áhyggjur af því hversu margir mundu skrá sig í samtökin eftir að tekið var upp veltutengt félagsgjald en ánægjulegt að bændur sjái sér hag í að tilheyra samtökum bænda. „Þrátt fyrir þær áhyggjur eru félagar í samtökunum svipað margir og þeir voru, þó að mínu mati séu of margir bændur enn fyrir utan samtökin þrátt fyrir að njóta góðs af starfsemi þeirra.“ Umhverfismál og búvörusamningar „Ef breytingarnar verða samþykktar taka þær gildi 1. júlí og í framhaldinu verða umhverfismál tengd íslenskum landbúnaði tekin til skoðunar og dregin saman í eina heildstæða skýrslu svo hægt verði að gera áætlun um hvað þurfi að gera á næstu árum til að bæta stöðuna og helst að kolefnisjafna allan landbúnað og alla bændur í landinu. Annað er að horfa til endurskoðunar á búvörusamningnum 2023 og hverjar áherslur Bænda­ samtakanna eiga að vera og hvað verður um búvörusamninginn 2026 þegar hann rennur út og hvaða sýn við höfum til framtíðar eftir það,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. /VH 5. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 11. mars ▯ Blað nr. 582 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Vetrarhátíð var haldin í Mývatnssveit um liðna helgi og tókst einkar vel, fjölmenni mætti og fylgdist með viðburðum sem á dagskrá voru í blíðskapar vetrarveðri. Greinilegt var að menn kunnu vel að meta að gera sér dagamun. Vetrarhátíðin við Mývatn er einstakur viðburður þar sem bæði hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hið árlega hestamót, Mývatn Open – Hestar á ís, var á dagskrá, til að byrja með á Mývatni en var svo fært frá Stakhólstjörn yfir á Skútustaðaengi þar sem ísinn var ekki nægilega traustur á vatninu. Dorgveiði var einnig á dagskrá og fylgdust um 120 manns með þeirri keppni, en fyrir henni stendur Veiðifélag Mývatns, elsta veiðifélag landsins, stofnað í febrúar árið 1905. Myndir / Marcin Kozaczek Gunnar Þorgeirsson. Breytingar á félagskerfi landbúnaðarins verður helsta málið á Búnaðarþingi 2021: „Hugnast ekki óbreytt ástand“ – segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem vill efla stöðu BÍ sem hagsmunasamtaka fyrir alla bændur á landinu Heimaslátrun og markaðssetning heimil næsta haust 102 Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur 28–29 Áframhaldandi stuðningur við smáframleiðendur

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.