Bændablaðið - 11.03.2021, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 20214
FRÉTTIR
Krapaflóðið í Jökulsá á Fjöllum:
Sauðfjárveikivarnagirðing að mestu ónýt
Ljóst er að töluvert tjón hefur
orðið á sauðfjárveikivarnagirð
ingu eftir að krapaflóð varð í
Jökulsá á Fjöllum í janúar. Flóðið
skemmdi stærstan hluta girðingar
innar sem nefnist Fjallalína og fer
eftir Jökulsá á Fjöllum.
Atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið á girðinguna, Matvæla-
stofnun sér um viðhaldið með fjár-
magni sem ráðuneytið úthlutar árlega
og sér MAST um að forgangsraða
þeim fjármunum í girðingar út frá
ástandi þeirra og sjúkdómastöðu
hvort sínum megin línunnar, að sögn
Sigrúnar Bjarnadóttur, sérgreinadýra-
læknis nautgripa- og sauðfjársjúk-
dóma hjá MAST.
Um 80% girðingarinnar
er ónýt
Landgræðslan hefur séð um við-
hald girðingarinnar. Héraðsfulltrúar
Landgræðslunnar, þær Berglind Ýr
Ingvarsdóttir og Salbjörg Matthías-
dóttir, sem hafa starfsstöð á Húsavík,
fóru nýverið ásamt Jóhannesi
Guðmundssyni girðingarmanni og
gerðu úttekt á skemmdunum.
Stærstur hluti girðingarinnar
virðist hafa eyðilagst í flóðinu, en
þær áætla að um 80% hennar sé
ónýt. Því þurfi að setja upp nýja
girðingu á stórum parti, að því
er greint var frá á Facebook-síðu
Landgræðslunnar.
Sigrún segir að óskað verði eftir
úttekt verktaka og verði það gert
þegar fer að vora og greiðfærara
verði um svæðið. Í kjölfar úttektar
muni liggja fyrir hver kostnaðurinn
verður. /MÞÞ
Krapaflóð sem varð í Jökulsá á Fjöllum í janúar eyðilagði stóran hluta sauðfjárveikivarnagirðingar, svonefnda
Fjallalínu. Myndir / Landgræðslan
Um 80% sauðfjárveikivarnargirðingar, sem nefnd er Fjallalína, er ónýt.
Látrabjarg friðlýst
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfis og auðlindaráðherra
skrifaði fyrir skömmu undir frið
lýsingu Látrabjargs. Látra bjarg
er eitt stærsta fugla bjarg Evrópu
og flokkast sem alþjóðlega mikil
vægt fuglasvæði.
Árið 2004 samþykkti Alþingi
þingsályktun um náttúruverndar-
áætlun 2004 til 2008, en svæðið
heyrir undir áætlunina og þar með
var samþykkt að unnið yrði að frið-
lýsingu svæðisins.
Markmið friðlýsingarinnar er að
vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki
svæðisins og búsvæði fugla. Þar
er að finna fjölskrúðugt fuglalíf
sem byggist meðal annars á fjöl-
breyttu fæðuframboði. Á svæðinu
er mesta sjófuglabyggð landsins,
til að mynda stærsta þekkta álku-
byggð í heimi. Fjölmargar tegundir
fugla verpa á svæðinu, þar á meðal
tegundir sem eru á válista, svo sem
lundi og álka. Við Látrabjarg er líka
að finna búsetu- og menningarminj-
ar. Þá speglast jarðsaga Vestfjarða í
bjarginu.
Sveitarfélagið Vesturbyggð, sem
fer með skipulagsábyrgð á svæðinu,
hefur fagnað áformum um friðlýs-
ingu Látrabjargs, en sveitarfélagið
hefur um árabil hvatt til friðlýsingar
svæðisins, með sérstakri áherslu á
sjófuglabyggðir, fjörusvæði, minjar,
útivist og fleira. /VH
Ístex annar ekki eftirspurn
í Léttlopa og Álafosslopa
Þrátt fyrir COVID19 hefur
sjaldan verið jafnmikið að gera
hjá Ístex eins og nú og segir
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
Sigurður Sævar Gunnarsson, að
líkja megi ástandinu við tímabilið
eftir efnahagshrun. Sala á íslenskum
lopa til Finnlands eykst ár frá ári
á meðan Bretlandsmarkaður er
nánast stopp í augnablikinu.
„Okkar staða er mjög sérstök eins
og í útflutningsullinni. Á Bretlands-
markaði, sem hefur jafnan verið
okkar stærsti utanlandsmarkaður,
er markaðurinn erfiður og verðið er
lágt. Það er reyndar aðeins að skána
varðandi sölu en verðið hefur staðið
í stað. Við höfum aðallega verið að
selja í gólfteppaband til Bretlands en
sá markaður er stopp eins og staðan
er núna út af COVID-19 því ullin
okkar hefur þá mest verið að nýt-
ast í gólfteppi í skemmtiferðaskip,
hótel og skóla sem dæmi,“ útskýrir
Sigurður.
Finnlandsmarkaður ört stækkandi
Innanlandsmarkaður hefur verið
líflegur undanfarið ár og eins sala
á íslenskum lopa til Finnlands og
Skandinavíu, svo borið hefur við að
ákveðnir litir hafa verið uppseldir um
nokkurt skeið, sérstaklega í Léttlopa
og Álafosslopa.
„Ístex hefur fimm tekjulindir og
núna er það lopinn sem heldur öllu
uppi því mikið er að gera í sölu á
honum. Það er að stórum hluta drifið
af Finnlandi og Skandinavíu. Það er
eitthvað skrýtið að gerast í Finnlandi
en frá árinu 2017 hefur sala tvöfaldast
á hverju ári þangað,“ segir Sigurður
og bætir við:
„Við erum með ákveðið magn
á innanlandsmarkaði og það hefur
breyst mikið undanfarið, eða frá
fyrirtækjum til einstaklinga. Áður
fór töluvert mikið í ferðamanna-
iðnaðinn sem hægði verulega á
þegar kórónukrísan skall á en þó
eru staðir niðri í miðbæ veit ég sem
eru mikið í netsölu á lopa erlendis.
Við erum með rúmlega fjögurra
mánaða sölupantanir á Léttlopa og
Álafosslopa og við náum ekki að
anna eftirspurn en það tekur okkur
upp í mánuð að framleiða lit í þess-
um vöruflokkum. Því höfum við
sett á kvöldvaktir og erum að leita
allra leiða til að anna eftirspurninni
og erum með í skoðun að kaupa
auka dokkuvél til að auka afköstin.
Við héldum að þetta myndi róast
núna eftir jólin en það hefur frekar
aukist í og það er prjónafólkið hér
heima sem ýtir þessu öllu áfram,
þetta er svipuð þróun og við sáum
eftir efnahagshrunið.“ /ehg
Sigurður Sævar Gunnarsson.
Matvælasjóður og smáframleiðendur:
Einstaklingar og sprota-
fyrirtæki sett til hliðar
„Matvælasjóður skiptir okkur
smáframleiðendur matvæla miklu
máli og því er afar mikilvægt að
atvik eins og það sem fjallað var
um í frétt Bændablaðsins endur
taki sig ekki. Mikilvægi slíkrar
umfjöllunar felst í þeim lærdómi
sem hægt er að draga af henni sem
nýtist vonandi í umbætur á ferlinu
áður en farið er í næstu úthlutun,“
segir Oddný Anna Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka smá
framleiðenda matvæla.
Fjöldi félagsmanna hefur sett sig
í samband við hana eftir að umræð-
ur um úthlutun úr Matvælasjóði
komust í hámæli eftir umfjöllun
blaðsins um umsögn frá sjóðnum
vegna höfnunar á styrk til eins
félagsmanns Geitfjárræktarfélags
Íslands. Margir smáframleiðendur
velta að sögn Oddnýjar Önnu vöng-
um yfir umsögnum og eins úthlutun
úr Matvælasjóði. Bændablaðið tók
nokkra þeirra tali.
Sjóðurinn úthlutaði 480 milljón-
um króna skömmu fyrir jól til 62 fyr-
irtækja eða einstaklinga. Einn þeirra
smáframleiðenda sem Bændablaðið
ræddi við segir að sjóðurinn hafi í
upphafi verið kynntur sem hluti af
viðspyrnu vegna afleiðinga kórónu-
veirufaraldursins á Íslandi og menn
því fullir bjartsýni á að styrkja ætti
einstaklinga og sprotafyrirtæki
með góðar hugmyndir og verkefni
á sviði nýsköpunar í matvælum.
Niður staðan eftir úthlutun hafi hins
vegar verið sú að stór hluti þeirrar
upphæðar sem til ráðstöfunar var
rann annars vegar til stórfyrirtækja
sem sum hver hafi greitt sér millj-
arða í arðgreiðslur undanfarin ár og
hins vegar til hálfopinberra stofnana.
Einstaklingar og sprotafyrirtæki sem
svo sannarlega hefðu þurft á styrk
að halda til að koma sínum góðu
hugmyndum áfram hafi á sama tíma
verið sett til hliðar.
Stóru sjávarútvegsfyrirtækin
fengu mest
Smáframleiðandinn nefnir að
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
hafi sem dæmi fengið ríflega 21
milljón króna í styrk vegna verk-
efnis sem snýst um markaðssókn
fyrir þorsk á Bretlandsmarkað og
Íslandsstofa sem sér um markaðsmál
fyrir íslenskan sjávarútveg fengið
6,3 milljónir króna í styrk vegna
kynningarátaks fyrir saltaðan þorsk
í Suður-Evrópu. Verkefni af því tagi
hafi staðið yfir í áratugi og teljist
varla nýnæmi eða nýsköpun, en við
mat á styrkhæfni verkefna er að sögn
sjóðsins mikil áhersla lögð á nýnæmi
þeirra. Nýsköpunarfyrirtæki hafi á
sama tíma gjarnan fengið í umsögn
við höfnun á styrk að verkefni þeirra
þættu ekki nægilegt nýnæmi.
Hann bætti við að hann hefði
frekar talið að stór sjávarútvegs -
fyrirtæki sem greitt hefðu eigendum
sínum ríflegan arð á umliðnum árum
myndu með stolti greiða pening í
Matvælasjóð frekar en sækja um og
þiggja úr honum styrk.
Neikvætt viðhorf til
nautgriparæktar
Einn viðmælandi, kúabóndi sem er
með heimavinnslu, sótti um styrk
til að gera heimasíðu með vefsölu
og tók fram í umsókninni að þau
keyrðu út vörur á rafmagnsbíl til að
minnka kolefnissporið. Hans gagn-
rýni snýst ekki um að þau hafi ekki
fengið styrk, heldur það sem stóð í
umsögninni. Það var á þá leið að þar
sem þau væru kúabændur skipti ekki
máli hvort þau keyrðu vörurnar út á
rafmagnsbíl, kolefnisspor nautgripa-
ræktar væri svo hátt.
Misvísandi upplýsingar
Annar félagsmaður kveðst hafa
fagnað mjög tilkomu Matvælasjóðs,
lesið sér vel til um hann og mætt á
fundi og spurt vandlega hvað væri
styrkhæft og hvað ekki. Iðulega hafi
svar við spurningum verið á þá lund
að það sem um var spurt væri ekki
styrkhæft og því lagði hann ekki í
að sækja um. Við úthlutun styrkja
hafi hins vegar fyrirtæki sem ætl-
aði að gera nákvæmlega sama hlut
fengið tveggja milljón króna styrk.
Upplýsingar um hvað væri styrk-
hæft og hvað ekki hafi því greinilega
verið mjög misvísandi.
Nokkrir viðmælendur nefndu
að það væri einkennilegt að miða
við að fyrirtæki geti ekki verið eldri
en fimm ára til að geta sótt um í
Bárunni. Margir frumkvöðlar eigi
fyrirtæki sem eru eldri, en verkefnið
sem þeir séu að sækja um styrk fyrir
sé glænýtt og jafnvel ótengt núver-
andi starfsemi. Til að geta fengið
styrk fyrir þá nýsköpun geti þau
ekki nýtt kennitölu þess fyrirtækis
þó það væri einfaldast og ódýrast.
Eins veltu nokkrir fyrir sér hvers
vegna stuðningur við smáframleið-
endur, m.a. í formi fræðslu og hand-
leiðslu, væri undanskilinn þar sem
hann sé oft forsenda fyrir því að þeir
nái árangri. /MÞÞ
Oddný Anna Björnsdóttir.