Bændablaðið - 11.03.2021, Side 23

Bændablaðið - 11.03.2021, Side 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 23 Landbúnaðarráðuneyti Banda­ ríkjanna fór yfir stöðu landbún­ aðarmála á ráðstefnu um horfur í greininni sem haldin var á netinu 18. og 19. febrúar síðastliðinn. Þemað þetta árið var seigla. Þar kemur fram að fólk hafi upplifað mikla seiglu í landbúnaði og matvælaiðnaðinum vegna vanda sem takast þurfti á við vegna COVID-19. Bændum hafi tekist að halda áfram að halda uppi nægu framboði öruggra matvæla á viðráðanlegu verði. Jafnvel þó mjög hafi reynt á aðfangaöflun og dreifingarleiðir. „Við höldum með bjartsýni inn í 2021,“ sagði í inngangi hagfræðinga ráðuneytisins á ráðstefnunni. „Þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir virka markaðir vel og fæðuframboð er áfram nægilegt, matvæli örugg og á viðráðanlegu verði. Vöruverð er hátt og endur- speglar í sumum tilvikum sögulega litlar birgðir og ótrúlega mikla eft- irspurn eftir útflutningi þrátt fyrir hækkandi verð. Við höldum áfram að einbeita okkur að vera leiðandi til skamms tíma í áframhaldandi heimsfaraldri samhliða áskorun- um til lengri tíma litið til að bæta framleiðni landbúnaðarins. Einnig til að vaxa á erlendum mörkuð- um fyrir bandarískar afurðir og viðhalda stöðu Bandaríkjanna með lágt kostnaðarhlutfall, sem og mestu og öflugustu matvælaframleiðslu í heiminum.“ Hækkandi verð á korni og olíufræi Bent er á að verð á korni og olíu- ríkum jurtum hafi farið vaxandi vegna samdráttar í framleiðslu og aukinnar eftirspurnar. Dregið hafi úr ræktun á 8 helstu korntegundum og hafi hekturum í ræktun fækkað um 8 milljónir ekra síðan 2014 (um 3,2 milljónir hektara), eða úr 257 millj- ónum í 249 milljónir ekra. Á síðasta ári hafi veður líka leikið bændur grátt í sumum hlutum Bandaríkjanna. Allt hefur þetta leitt til minna framboðs og hækkandi afurðaverðs. Ráðuneytið býst við að plantað verði í flesta þá akra á árinu 2021 sem ekki voru nýttir á síðasta ári. Búast megi við að uppskeran í ár af korni, hveiti og sojabaunum í Bandaríkjunum verði sú mesta síðan 2016. Mögulegt sé að lagðar verði 227 milljónir ekra undir slíka ræktun á þessu ári, eða sem svarar um 90,8 milljónum hektara. Að mati landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur þó aukin eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum í Kína haft einna mest áhrif á hækkandi verðlag. Þá hafi birgðir í heiminum í upphafi árs 2021 á korni, sojabaunum og hveiti ekki verið minni í mörg ár. Því megi búast við meiri verðhækkunum fram á næsta ár. Mögulegt sé þó að samdráttur í hagvexti víða um heim geti dregið verðið niður. Ráðuneytið bendir á að miklir erfiðleikar hafi komið upp í mjólkur- og kjötframleiðslu vegna áhrifa af COVD-19. Vandi við slátrun og markaðssetningu á kjöti hafi riðlað markaðnum en haft mismunandi áhrif á mismunandi kjötgreinar. Betur hafi þó gengið að komast yfir þessa erfiðleika en búist var við, en hækkandi verð á fóðri muni þó áfram hafa mikil áhrif á kjötframleiðsluna. 23 milljarðar dollara í neyðaraðstoð til bænda Yfirvöld hafa gripið til margvíslegra ráðstafana til að styðja við bandarískan landbúnað í COVID-19 faraldrinum. Þannig var sett í gang verkefni undir nafninu Coronavirus Food Assistance Program (CFAP) og annað undir heitinu Farmers to Families Food Box Program, eða matarpakkar bænda til fjölskyldna. Undir CFAP var veitt 23,6 millj- örðum dollara í aðstoð með beinum greiðslum til bænda til að takast á við tjón vegna faraldursins. Þetta samsvarar um 3.037 milljörðum íslenskra króna. Matarpakkaverkefnið miðaði einkum að því að tengja bænd- ur betur við neytendur. Í gegnum þetta verkefni voru framleiddir yfir 100 milljón matarpakkar fyrir fólk í neyð. Svipaðar aðgerðir voru settar í gang fyrir skóla. Spáð 5,5% samdrætti í veltu landbúnaðar Landbúnaðarráðuneyti Banda- ríkjanna reiknar með að velta í landbúnaði dragist saman úr 136,2 milljörðum dollara árið 2020 í 128,3 milljarða dollara á árinu 2021, eða um 5,5%. Inni í þessum samdrætti er tekið tillit til lækkaðs verðmats á innviðum í landbúnaði upp á 9,8 milljarða dollara. Samt er búist við 2,2% verðmætaaukningu fasteigna og lands sem standa undir 82,6% af eignastöðu landbúnaðarins. Er því spáð að verðmæti þessara eigna fari í 2,63 billjónir dollara á árinu 2021. Eignaskuldir munu líka aukast um 3,1% á árinu 2021 og fara í 287,4 milljarða dollara. Hafa fasteignaskuldir í landbún- aði verið að aukast á hverju ári síðan 2014 og búist er við að þær skuldir standi fyrir 65,1% af heildarskuldum landbúnaðarins á árinu 2021. Hrein eign í grein- inni er þó enn margföld umfram skuldir. /HKr. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS UTAN ÚR HEIMI Bandarískir bændur reyna að ná vopnum sínum á ný eftir áföll vegna óveðurs og COVID-19 á árinu 2020: Búist við áframhaldandi hækkunum á kornverði – Hafa fengið sem svarar 3.037 milljörðum íslenskra króna í beina fjárhagsaðstoð FÆRIBÖND RYÐFRÍ STÁLSMÍÐI JÁRN- SMÍÐI fyrir allan matvælaiðnað í öllum stærðum og gerðum Sérsmíðum úr hágæða efnum Hönnum og smíðum eftir þínum óskum. SÉRSMÍÐI OG FÆRI- BÖND PLAST SMÍÐI Fyrir matvæla- iðnaðinn. Hönnun, smíði, uppsetning og þjónusta. Við sérsmíðum lausn sem hentar þér! Hafðu samband í síma 587 1300 Miðhraun 2 • 210 Garðabær • Sími 587 1300 • kapp@kapp.is • www.kapp.is Bændur í Bandaríkjunum fengu mikla fjárhagsaðstoð til að takast á við margvíslegan vanda á síðasta ári, m.a. vegna óveðurs og COVID-19. Þeir komu löndum sínum líka til aðstoðar með því að dreifa 100 milljónum matarpökkum til þeirra sem á þurftu að halda. Stoltur bandarískur bóndi við dráttarvél sína á akrinum. Mynd / Kissed A Farmer jardir.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.