Bændablaðið - 11.03.2021, Side 25

Bændablaðið - 11.03.2021, Side 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 25 Matvælastofnun skimar fyrir PRRS-veiki (Porcine Respira- tory and Reproductive Synd- rome) í svínum á Íslandi í ár, líkt og undanfarin ár. Sýni verða tekin frá 8 bæjum við slátrun að vori og hausti. Niðurstöður verða sendar til eigenda dýra, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð. PRRS er einn af þeim sjúkdómum sem mikilvægt er að koma í veg fyrir að berist til landsins og bregðast þarf skjótt við ef það gerist, því hann getur haft alvarlegar afleiðingar. Ástæða þess að sýni eru tekin árlega er að einkenni geta verið óljós og því uppgötv ast seint. Sjúkdómurinn getur því breiðst út án þess að vart verði við hann til að byrja með. Skimunin er liður í því að reyna að uppgötva sjúkdóminn snemma í ferlinu og kemur til viðbótar almennri árvekni og eftirliti svínabænda. PRRS er veirusjúkdómur með fyrst og fremst tvö birtingarform: Frjósemisörðugleikar hjá gyltum/ göltum og öndunarerfiðleikar hjá grísum. • Helstu einkenni hjá gyltum eru minnkuð matarlyst, hiti, slappleiki og einkenni frá öndunarfærum. Einkenni tengd frjósemisörðugleikum geta verið færri grísir í goti, fósturlát seint á meðgöngu, fæddir grísir geta verið veik- burða og átt erfitt með öndun og dánartíðni spenagrísa eykst. • Helstu einkenni hjá grísum geta verið slappleiki, hiti, einkenni frá lungum, hnerri og öndunarerfiðleikar. PRRS-veiki hefur aldrei greinst á Íslandi og er mikilvægt að vera laus við þennan sjúkdóm þar sem hann veldur töluverðum vandræðum hjá svínum og svínabændum víða um heim. Til þess að halda honum og öðrum smitsjúkdómum fjarri er mikilvægt að beita fyrirbyggjandi aðgerðum eins og góðum smit- vörnum hjá öllum þeim sem halda svín og vinna með svín. Einnig er mikilvægt að dýraeigendur, almenningur og dýralæknar séu vel á verði til þess að geta fljótt stöðvað útbreiðslu smitsjúkdóma ef þeir koma upp. Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim ber hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að dýr sé haldið smitsjúkdómi sem lögin ná yfir eða áður óþekktan sjúkdóm að tilkynna það til dýralæknis eða lögreglu. Thelma Dögg Róbertsdóttir, sérgreinadýralæknir svína hjá Matvælastofnun Sjá nánar á landstolpi.is Nýjungar! Própíonsýra og iðnaðarhampur SÁÐVÖRULISTINN 2021 AMMANN JARÐVEGSÞJÖPPUR Í MIKLU ÚRVALI GÆÐI SEM ENDAST Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík / 551 5464 / wendel.is Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Heyrnartækni hefur um árabil veitt þjónustu víðs vegar á landsbyggðinni. Í mars bjóðum við upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og þjónustu á eftirfarandi stöðum: Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Akureyri | Borgarnes | Egilsstaðir | Reykjanesbær | Sauðárkrókur | Selfoss | Vestmannaeyjar Sjúkdómaskimun í svínum 2021 ...frá heilbrigði til hollustu

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.