Bændablaðið - 11.03.2021, Side 40

Bændablaðið - 11.03.2021, Side 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 202140 SAMFÉLAGSRÝNI Árið 1944 var stofnað lýðveldið Ísland. En hvað er lýðveldi? Norður-Kórea, Íran og Kína eru lýðveldi. Flest ríki heims eru lýðveldi en það er lýðræðið sjálft sem segir til um stjórn- arhætti lands. Lýðræðið byggist á því að völd ríkisins komi frá fólkinu en ekki ríkinu sjálfu. Bandaríski heimspekingurinn John Dewey áleit að lýðræði væri fyrst og fremst trú á manneskjuna sem virka skynsemisveru, að hið lýð­ ræðislega samfélag verði ekki að veruleika nema einstaklingarnir sem byggja það hafi ræktað með sér lýðræðislegt einstaklingseðli. Lýðræðið er mikilvægast öllu í lýðveldi, því grunnur þess byggist á að valdið í samfélagi okkar eigi frumuppsprettu sína hjá fólkinu. Innan þess þrífst tjáningarfrelsi sem leiðir af sér upplýstar ákvarð­ anir. Og við höfum réttinn til að kjósa valdhafa, sem við gefum umboð til að starfa á Alþingi fyrir okkar hönd. Þó er það svo að þótt íslenska ríkið teljist réttarríki og stjórnar­ skráin gefi fögur fyrir heit þýðir það ekki að svo sé. Stjórnarskrá lýðveldisins er æðsta réttarheimild Íslands, sem öll önnur lög landsins verða að lúta. Það voru vonbrigði að lesa yfir stjórnarskrána og finna að orðið „lýðræði“ kemur hvergi fyrir. Eingöngu orðið „lýðveldi“. Hvergi kemur fram mikilvægi þess að vernda lýðræðið (upp­ sprettu valdsins). „Forræðishyggja er hugtak sem gjarnan er notað um stjórnmálastefnur sem vilja hafa ríkisvaldið sterkt, lagaboð mörg og athafnafrelsi einstaklinga takmarkað meðan ríkisvaldið tekur ákvarðanir fyrir fólkið og stendur í framkvæmdum. Meginhugsun forræðishyggju er sú að almennir borgarar séu almennt ekki færir um að hugsa skynsamlega eða rökrétt, og því þurfi að stjórna og stýra athöfnum þeirra með valdboði til að tryggja að þeir fari sér eða öðrum ekki að voða.“ Forræðishyggja er orðið útbreitt mein í íslensku stjórnar­ fari. Þetta sjáum við orðið víða innan stjórnkerfisins og nýjasta æðið er náttúruverndin. Hvar er virðingin fyrir lýð ­ ræðis legri stjórnskipan Þjóð­ lendna Íslendinga? Hvers vegna finnst fólki það aðlaðandi mynd að gefa sitt eigið land til risastórrar ríkisstofnunar, með lagabákni sem ekkert lýðræði nær til, eingöngu vegna þess að orðin „þjóðgarður“, „komandi kynslóðir“, „náttúruvernd“ og „utanvegaakstur“ er notað? Fallega skreytt áróðurs­stikkorð sem hamrað er nógu oft á til að menn taki trúna. Erum við kannski orðin svo leiðitöm að nóg er að kalla „úlfur úlfur“ svo fjöldinn fylki sér í línu eins og sauðfé, með töfra­ flautuleikarann í broddi fylkingar á glimmerstráðum vegslóða á leið til Sælulands? Náttúruvernd sem breytist í trúarbrögð er hættuleg trú. Innan þess rúmast engin rök. Í skrá Umhverfisstofnunar ríkisins á fjölda skráðra tilfella utanvegaaksturs 2019, sést að vandinn er mestur á Breiða­ merkur sandi. Síðast þegar ég vissi var Breiðamerkursandur innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann er alls ekki eini staðurinn innan þjóðgarðs í þessari skrá. Og að hlusta á forsætisráðherra í sjónvarps sal grípa til þeirra einu raka fyrir stofnun miðhálendis­ þjóðgarðs að stöðva þurfi utan­ vega akstur, er sorglegt dæmi um fá fræði og vanþekkingu á stað­ reynd um. Svo ég tali nú ekki um áróðurinn. Þjóðgarður stöðvar ekki utanvega akstur. Að halda slíku fram er jafngáfulegt rökum UST að friðlýsa þurfi stór uppgróin landsvæði vegna ágangs lúpínu, erlendra trjátegunda og minks (því auðvitað gefur augaleið að þessar tegundir gufi af sjálfsdáð­ um bara upp af guðs náð, eftir að búið er að blessa landið formlega af yfirvöldum). Samvinna og lausnamiðun í þágu fjölbreytni og almannaréttar virðist ekki eiga sæti innan þessarar stefnu. Enda er einkennilegt, þegar til landsins koma hópar af erlendum sjálfboðaliðum til að vinna í þjóðgörðunum, er íslenskum sjálfboðaliðum í sam­ tökum eins og 4x4 klúbbnum vísað á dyr. Þeir eru ötulir í ýmsum verk efnum í samstarfi við t.d. UST, Landgræðsluna o.fl. og hafa metnaðarfulla stefnu innan sinna raða þar sem unnið er að fræðslu um ábyrgan ferðamáta í sátt við náttúruna og leggjast hart gegn hvers konar utanvegaakstri. Þessi umræða er yfirleitt alltaf þögguð niður með uppmálaðri ímynd þar sem samasemmerki er sett á milli náttúruníðings og eiganda jeppa á stórum dekkjum. „Komandi kynslóðir“ er vin­ sælt slagorð þar sem forræðis­ hyggjan ríður um sem riddari á hvítum hesti tilbúinn að bjarga komandi kynslóðum frá sjálfum sér. Við höfum engan rétt á að binda hendur þeirra með óaftur­ kræfum aðgerðum, vegna þess að það sem bíður þeirra í framtíðinni er okkur hulið í dag. Það er sérkennilegt að skoða sögu þess vinstri sinnaða flokks sem nú breiðir út grænu skattavængi sína. Í fyrri stjórnartíð þeirra sá flokkurinn sérstaklega um að þrýsta stóriðjunni á Bakka og Helguvík í gegn á ógnarhraða rétt fyrir kosningar með upp­ hefjandi og fegrandi orðum. Þá var lítið mál að umturna Þeista­ reykjum. Skyndilega stendur sama fólkið grenjandi af frekju í pontu Alþingis yfir því að fá ekki óhindrað að stofnanavæða hið heilaga trúaraltari þeirra á hálendinu til að koma í veg fyrir alla orkuvinnslu. Það væri þá heiðarlegra að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um svo stórt mál sem varðar hagsmuni okkar allra. Ekki bara þjóðgarðssinna. Það væri lýðræði. Náttúruvernd með valdboðum og hótunum um fangelsisvist á ekk­ ert skylt við slíkt. Ágústa Ágústsdóttir Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi sem og lýðræðissinni. á norðausturlandi. Lýðræði ofar ríki! Ágústa Ágústsdóttir. Líf eða dauði íslensks landbúnaðar – 3. hluti Undanfarið hafa lífleg skrif um íslenskan landbúnað og innflutning landbúnaðarvara birst á hinum ýmsu miðlum. Svo virðist sem rannsóknir og skrif Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verk- efnastjóra Mjólkursamsölunnar í fjölmiðla hafi vakið upp draug. Í kjölfarið virðast flestir „sótraftar hafa verið á sjó dregnir“ af hálfu talsmanna galopins og óhefts innflutnings landbúnaðarvara. Þannig hefur talsmaður Félags atvinnurekenda (lesist Félags innflytjenda) verið duglegur að skrifa um þessi mál, þrátt fyrir að um flest fari hann með hálfsannleik og/eða fleipur auk þess að skauta óskammfeilið framhjá ýmsum staðreyndum. Gamall draugur úr háskólasamfélaginu sem ber titil hagfræðiprófessors hefur verið endurlífgaður og ræðst af sinni alkunnu „snilld“ á íslenska framleiðslu í sveitum landsins veifandi þeim „sannleika“ sem hentar málstaðnum og styður við fyrirframgefna niðurstöðu hans. Síðast en ekki síst ber að nefna að svo virðist sem forstjóri hinnar virtu Samkeppnisstofnunar sé loks kominn út úr skápnum með skoðanir sínar og sé genginn í lið með Félagi atvinnurekenda. Allavega er erfitt að skilja yfirlýsingar hans og aðdáunarhróp í garð félagsins á fundi nýverið öðruvísi. Hvernig forstjóranum mun takast að sannfæra ráðherra málaflokksins, þingmenn og þjóðina um hlutleysi sitt í starfi eftir áðurnefndar yfirlýsingar á eftir að koma í ljós, en upphlaupið hlýtur að vera íhugunarefni fyrir pólitíkina. Ekki verður rætt um stöðu landbúnaðar á Íslandi án þess að ræða stöðu innflutnings og smásöluverslunar í sömu andrá. Reyndar er sú staða einmitt það sem Félag atvinnurekenda vill forðast að ræða í samhengi. Þó geta allir séð í hendi sér að annað hefur áhrif á hitt. Þannig er tómt mál að tala hátíðlega út um annað munnvikið um stuðning við íslenskan landbúnað á meðan innflutningur er stóraukinn og tollar lækkaðir í sífellu og það þrátt fyrir að skortur sé á fólki til að neyta alls þessa innflutnings ofan á innlendu framleiðsluna. Ef stjórnmálamenn vilja að landbúnaður gangi upp hér á landi þarf að gera eins og aðrar þjóðir, það er að takmarka innflutning og tengja hann við raunverulega þörf markaðarins í stað þess að hann miðist við gróðasjónarmið stórverslunarinnar. Svo er einkennilegt til þess að hugsa að á meðan forstjóri Samkeppnisstofnunar talar gegn hagræðingu og samvinnu hjá afurðastöðvum í kjötvinnslu og reyndar öllum landbúnaði, er hér á landi allt að því einokun á sviði innflutnings og smásöluverslunar með matvöru. Ef sú staða er á einhvers ábyrgð, þá er það einmitt Samkeppnisstofnun sem hana ber og títtnefndur forstjóri. Svo er það nú einmitt þannig að græðgi eigenda þessarar einokunarverslunar hérlendis er það sem er að drepa íslenska framleiðslu. Þannig virðist sem forstjóri Samkeppnisstofnunar sé dottinn úr stereó og spili bara í mono. Á síðustu misserum hefur tiltölulega lítill hópur fólks unnið markvisst að því að tala niður íslenskan landbúnað. Það hefur ýmist verið gert í nafni umhverfisverndar eða á þeim grunni að sumum finnist óeðlilegt að borða kjöt og þá um leið að öllum öðrum eigi að finnast það líka. Svo langt hefur verið gengið í áróðrinum gegn innlendri framleiðslu að nú hefur íslenskt verkfræðifyrirtæki smíðað smáforrit sem allir geta stimplað inn í og fengið svar um kolefnislosun viðkomandi matvöru. Þannig virðist því nú haldið fram að hvergi í heiminum sé eins mikil mengun af landbúnaði og hér á landi og að minni mengun hljótist af því að flytja matvöru heimshorna á milli þar sem flutningurinn hafi svo lítil áhrif á mengunina. Hvergi er sagt frá því hvernig þessar niðurstöður eru fengnar né hvaða forsendur eru fyrir útreikningunum. Það er af og frá að allir hlutir séu sjálfkrafa staðreynd aðeins vegna þess að háskólagengnir „sérfræðingar“ hafi komist að niðurstöðunni. Það er nefnilega þannig að það er hægt að reikna sig til hvaða niðurstöðu sem er. Það er val á forsendum og notkun þeirra sem ræður miklu um útkomuna og alls ekkert sjálfgefið að það sé neitt vísindalegt við hana. Til að gefa hugmynd úr allt annarri átt um hvað ég á við væri kannski hægt að segja litla sanna sögu: Fyrir allmörgum árum var spurt á prófi í grunnskóla hver mismunurinn væri á massa eplis eftir því hvort það væri á jörðinni eða tunglinu. Einn nemendanna svaraði samkvæmt því sem fjölskyldumeðlimur hafði sagt honum, að massinn væri sá sami á báðum stöðum. Kennarinn gaf rangt fyrir svarið í samræmi við það sem í kennslubókinni stóð. Þar með er þó ekki öll sagan sögð þar sem fjölskyldumeðlimur nemandans var ekki sáttur við að hafa valdið lakari einkunn með ráðleggingum sínum og hafði samband við kennarann. Þeir rökræddu málið og urðu svo sammála um að rangt væri farið með í kennslubókinni þar sem massinn getur aldrei orðið mismunandi, heldur væri það þyngd eplisins sem breyttist þar sem mismikið þyngdarafl væri á jörðinni og tungl inu. Þannig er vel mögulegt að rökræða þurfi gefnar forsendur bak við kolefnisútreikninga verkfræðifyrirtækisins til að fá réttari niðurstöðu og í raun alveg bráðnauðsynlegt að það verði gert opinskátt svo ekki séu falsfréttir af kolefnisspori hinna ýmsu matvæla í umferð. Það er öllum hollt að stunda gagnrýna rökhugsun og trúa ekki athugunarlaust öllu sem sagt er og skrifað. Til að mynda skrifar undirritaður þessa grein út frá sínum skoðunum og því sem hann telur vera staðreyndir mála. Því er ekki úr vegi að næst þegar þú lest eða hlustar á fréttir, skoðanapistla eða annað á netinu eða í hefðbundnu fjölmiðlunum, að taka öllu með fyrirvara. Ef til vill þarfnast viðkomandi málefni frekari rökræðna til að rétt niðurstaða fáist. Það er líka mikilvægt að komast sjálfur að niðurstöðu í stað þess að trúa í blindni á handhafa sannleikans, en hann er víða að finna í þjóðfélaginu. – Góðar stundir. Högni Elfar Gylfason Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Högni Elfar Gylfason. Leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands: Sveitarfélögum gert að flokka allt ræktanlegt land Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur gefið út leiðbein- ingar um flokkun landbúnaðar- lands. Með leiðbeining unum er lögð áhersla á að flokka land sem nýtist til ræktunar á matvælum og fóðri, með tilliti til fæðuöryggis og jarðarlaga. Niðurstöður flokkunar er ætlað að nýtast sveitarfélögum sem forsendur við skipulags- ákvarðanir um landnotkun við gerð aðalskipulags. Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli jarðalaga, en með breytingum á þeim í júlí síðast­ liðnum varð ráðherra heimilt að gefa út slíkar leiðbeiningar – um hvernig skuli flokka landbúnaðar­ land í aðalskipulagi, í samvinnu við yfirvöld skipulagsmála. Að gerð leiðbeininganna stendur atvinnu­ vega­ og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Skipulagsstofnun og Landbúnaðarháskóla Íslands. Flokkun á öllu ræktanlegu landi Leiðbeiningunum er skipt upp í fjóra kafla. Í öðrum kafla er almennt fjallað um ræktunarland á Íslandi; útlistun á mismunandi gerðum þeirra. Í þriðja kafla er svo fjallað um mismunandi hæfni lands til ræktunar og sérstaklega fjallað um land sem hentað gæti til akuryrkju. Fyrst er fjallað um almenn skilyrði og síðan gæði lands og jarðvegs, til fróðleiks og nánari upplýsinga. Þar eru einnig talin upp lagaleg ákvæði sem hindrað geta ræktun á landbún­ aðarlandi. Í fjórða kafla eru settar fram skil­ greiningar á þeim fjórum flokkum sem leiðbeiningarnar ná til. Þar er tekið fram að gert sé ráð fyrir að sérhvert sveitarfélag flokki allt ræktanlegt land innan síns lögsagnarumdæmis. Allt ræktanlegt land er skilgreint sem land sem liggur neðan við 300 metra yfir sjó, er utan þéttbýlis, hefur ekki verið ráðstafað varanlega til annarra nota og kemur ekki til álita til ræktunar af náttúrufarslegum ástæðum – eins og ár og vörn. /smh

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.