Bændablaðið - 11.03.2021, Síða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. mars 2021 41
| S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s |
| B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 |
Límtré-Timbureiningar
Stálgrind
Yleiningar
PIR
Steinull
SAMFÉLAGSRÝNI
Garðyrkjuskólinn að Reykjum:
Hingað og ekki lengra
Um leið og Garðyrkjuskólinn á
Reykjum var sameinaður LBHÍ
fór að halla undan fæti, reyndar
í smáum stíl í fyrstu en síðustu
árin hefur staða skólans versnað.
Fjárveitingar til skólans hafa
stundum ekki skilað sér og lítið
verið hlustað á óskir þeirra sem
bera hitann og þungann af daglegu
starfi. En í tíð núverandi rektors
LbhÍ hefur ríkt algjört einræði af
hennar hálfu.
Hún hefur frá fyrstu tíð sýnt
frábæru starfsfólki skólans og
þeirra skoðunum lítilsvirðingu og
á stundum jafnvel lagt það í einelti.
Henni er algjörlega fyrirmunað
að eiga samstarf við alla, já alla
sem bera hag skólans fyrir brjósti.
Þessi hrokafulla afstaða hennar
og óbilgirni er að eyðileggja allt
skólastarf.
Fyrir rúmu ári síðan var nefnd
skipuð til að finna farsæla lausn
og undir lok síðasta árs ákvað
menntamálaráðherra að færa
skólann frá LbhÍ og hefja samstarf
við FSU á Selfossi. En hvað gerist
þá? Ragnheiður rektor á Hvanneyri,
ekki á Reykjum, færist öll í aukana
og virðst róa öllum árum að ná
undirtökum á skólanum sjálfum og
einu aðstöðunni sem til er á landinu
fyrir garðyrkjumenntun. Með fullri
virðingu fyrir Hvanneyringum og af
fenginni reynslu á aðkomu þeirra
að skólanum síðustu ár treysti ég
þeim alls ekki.
Framkoma menntamálaráðherra
er óþolandi. Hún ræður þessu. Hvað
ætlar þú, Lilja, með þetta fallega
blómanafn, að leyfa Ragnheiði
að ganga langt? Hvað er hún að
skipta sér af garðyrkju þegar búið
er að taka skólamálin frá henni? Og
hvað er hún sífellt að erindast upp
á Reykjum þegar búið er að færa
skólann frá henni?
Hún virðist ætla að sölsa
staðinn undir sig. Reynslan á
Reykjum hefur sýnt að samstarf við
háskólasamfélagið hefur reynst vel
en það hefur ekki reynst eins vel að
láta það stjórna.
Allt síðasta ár hef ég vonast eftir að
heyra opinberlega frá þingmönnum,
samtökum atvinnulífsins, Samiðn
og stjórnendum tækni- og
fjölbrautaskóla.
Ég veit að þið hafið eitthvað
komið nálægt þessu en þið verðið
að tjá ykkur opinberlega. Og þið,
garðyrkjufólk, látið í ykkur heyra,
annars fljótum við sofandi að
feigðarósi.
Höldum fund á
Reykjum sem fyrst
Sannleikurinn í þessu máli verður
að koma í ljós og það fyrr en seinna.
Sumardagurinn fyrsti er
hátíðardagur skólans. Látum
þann dag verða þann fyrsta í
endurreisn skólans og staðarins
alls. Garðyrkjufólk, sameinumst í
baráttu skólanum til heilla.
Lifið heil,
Brandur Gíslason,
skrúðgarðyrkjumeistari
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
st’ al og
L or em ipsum
Stál og stansar
stalogstansar.is
2012
2020
Varahlutir
í kerrur
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
KÚPLINGAR í flestar
gerðir dráttarvéla
Bændablaðið
Auglýsingar 56-30-300
Garðyrkjufélag Íslands (G.Í.)
fagnar 136 ára afmæli á þessu
ári og hefur því ákveðið að bjóða
sama fjölda fólks kost á að gerast
meðlimir með fríu árgjaldi fyrsta
árið, í gegnum skemmtilegan leik
á Facebook. Aðrir úr garðyrkju-
samfélaginu gefa einnig vinninga
og má þeirra á meðal finna yfir
100 plöntur, ásamt vorlaukum,
súrkáli, gróðurpokum og bókum.
Aðild að G.Í. felur meðal annars
í sér afslátt hjá ýmsum verslunum
og heimsent eintak af hinu veg-
lega ársriti félagsins. Einnig njóta
félagar aðgengis að klúbbum og
deildum GÍ auk viðburða á borð
við plöntuskiptadaga, garðagöngur
og hópferðir innanlands sem utan.
Garðyrkjusamfélagið er ekki
síður á netinu en úti í náttúrunni
og er því leikurinn framkvæmdur í
samstarfi við tvo helstu Facebook
hópa garðyrkju- og plöntuunnenda
landsins: Ræktaðu garðinn þinn
í umsjá Vilmundar Hansen og
Stofublóm-inniblóm-pottablóm
hópurinn í umsjá Hafsteins
Hafliðasonar.
Get ég virkilega valið á milli
Teslu og Massey Ferguson?
Nei, engin vélknúin farartæki eru
meðal vinninga, en það er um að
gera að taka þátt engu að síður. Í
stuttu máli þarf bara að smella inn
mynd af sér eða sínum í gróður-,
garð- eða garðyrkjuumhverfi.
Myndin má vera eldgömul, glæný
eða allt þess á milli og rétt að
taka fram að dýr teljast hér með
í hópnum „sér eða sínum“. Það
verður því vonandi gott úrval af
bráðskemmtilegum og fallegum
myndum sem hægt verður að dást
að.
Leikurinn stendur yfir til kl.
23.59 sunnudaginn 21. mars 2021 og
í framhaldinu verða vinningshafar
valdir á þrenna vegu: myndir sem
flestir hafa líkað við, myndir sem
dómnefnd metur sem fallegastar
eða skemmtilegastar og svo verður
einnig valið af handahófi.
Vinningsmyndir gætu einnig
átt von á að vera birtar í umfjöllun
tímaritsins Sumarhúsið&Garðurinn
síðar á árinu, svo það er til mikils
að vinna og um að gera að taka þátt.
Nánar um leikinn og alla þessa
frábæru aðila sem leggja leiknum
lið á https://www.gardurinn.is.
Garðyrkjufélag Íslands:
„Viltu vinna Garðyrkjufélag?“
Björgunarsveitin Brák starfar í
Borgarnesi og nágrenni. Sveitin
stendur nú í stórræðum en sl.
sumar hófst bygging á nýju
húsi fyrir starfsemi sveitarinnar
að Fitjum 2 í Borgarnesi. Nýja
húsið verður um 760 fermetrar
að stærð, þar verður fundasalur,
búningsaðstaða, búnaðargeymsla
og tækjasalur. Auk þess verður þar
skrifstofa sem hægt verður að nota
sem aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í
stærri björgunaraðgerðum.
Nú er Brák að hefja átak til að
safna fé vegna húsbyggingarinnar
því bygging björgunarmiðstöðvar er
augljóslega stórvirki fyrir fámenna
björgunarsveit, kostnaðaráætlun
hljóðar upp á um 120 milljónir.
Þeir sem vilja láta eitthvað
af hendi rakna geta millifært á
söfnunarreikning Brákar, 0326-22-
2220. kt. 570177-0369. Einnig má
benda á að Brák hefur stofnað síðu
á Facebook þar sem má fylgjast með
ýmsu varðandi húsbygginguna og
söfnunina, slóð á síðuna er https://
www.facebook.com/ fjaroflunBrak.
Björgunarsveitir Landsbjargar
og Brák þar með hafa notið góðs
stuðnings landsmanna í gegnum
tíðina og fyrir það skal þakkað. Brák
leitar nú til velunnara sveitarinnar og
með að styrkja byggingu þessa nýja
og glæsilega húss.
Núverandi hús í Brákarey sem
keypt var með myndarlegum
stuðningi fyrirtækja og einstaklinga
var stórt framfaraskref fyrir Brák
á sínum tíma en er orðið þröngt
fyrir starfsemina. Einnig eru við
það ókostir, sem dæmi má nefna
staðsetninguna neðst í bænum og
aðstöðuleysi á útisvæði.
Það þarf ekki að fara
mörgum orðum um nauðsyn
björgunarsveitanna hér á landi.
Þær hafa marg-ítrekað sannað
gildi sitt. Er þar bæði um að
ræða beina aðkomu að leitar- og
björgunarstörfum og stuðning við
löggæslu og aðra starfsemi sem
heldur innviðum landsins í lagi.
Björgunarsveitin Brák stendur í stórræðum