Morgunblaðið - 29.07.2021, Síða 34
VESTMANNAEYJAR34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2021
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Von er á því að lundapysjutímabilið í
Vestmannaeyjum muni hefjast strax
eftir helgi en allar líkur eru á því að
mikið af stórum og flottum pysjum,
sem þarfnast björgunar, lendi í bæn-
um á tímabilinu.
Þetta staðfestir Gígja Ósk-
arsdóttir sem hefur lengi komið að
umsjón pysjueftirlitsins svokallaða
en ferlið verður eingöngu rafrænt í
ár líkt og í fyrra.
Nú verður hins vegar í fyrsta
skipti reynt að fækka þeim pysjum,
með skipulögðum hætti, sem lenda á
bryggjunni og eiga því meiri hættu á
að verða olíublautar. Lífslíkur pysja
sem lenda í höfninni og verða olíu-
blautar eru því miður ekki miklar og
þurfa þær því oftast hreinsun og
umönnun í einhvern tíma.
Verður þetta gert með því að
minnka ljósmagn við höfnina og lýsa
upp svæði ofar í bænum en birtan er
það sem dregur pysjurnar inn í bæ-
inn.
Algjörlega áttavilltar
„Það er talað um um það bil eitt
prósent pysja sem kemur í bæinn og
þær halda að ljósin frá bænum sé
tunglið að endurspeglast í sjónum.
Svo lenda þær og eru algjörlega
áttavilltar,“ segir Gígja í samtali við
Morgunblaðið og K100.is.
„Þá komum við til sögunnar. Pysj-
urnar lenda yfirleitt þegar það fer að
dimma því þá sjá þær náttúrulega
ljósin betur,“ segir Gígja.
Segir hún að margt aðkomufólk
leggi leið sína til Vestmannaeyja í
lok sumars til að leita að og bjarga
pysjum þó að margir séu aðkomu-
mennirnir með tengsl við eyjarnar.
„Þetta er rosa mikið einhverjir
sem hafa tengingar við Eyjar. Við
sjáum fullt af brottfluttum Eyja-
mönnum koma og afkomendum
þeirra en svo er fullt af fólki sem á
enga tengingu,“ segir Gígja og bætir
við að þegar erlendir ferðamenn
voru sem mest á landinu hafi pysju-
eftirlitið átt fullt í fangi með að fara í
viðtöl hjá stórum erlendum frétta-
miðlum um pysjutímabilið, svo sem
BBC og ABC.
Vasaljós og fullt af kössum
„Fullorðnir verða aftur börn.
Þeim finnst þetta alveg jafn
skemmtilegt og börnunum,“ segir
Gígja. Gígja segir mikilvægt fyrir þá
sem ætli sér að leggja leið sína til
Vestmannaeyja til að taka þátt í að
bjarga pysjunum að hafa með sér
rétta „búnaðinn“, sem þó er alls ekki
flókinn.
„Það er rosa gott að fara út með
vasaljós og kassa og því fleiri kassar
því betra. Það er langbest að vera
með eina pysju í hverjum kassa. Það
virkar náttúrulega ekki alltaf en við
reynum að ganga út frá því,“ segir
Gígja.
„Svo virkar þetta bara þannig að
þú keyrir eða labbar um bæinn og
leitar og það þarf að leita vel af því
að pysjurnar fela sig. Þær eru
kannski bara á miðri götu þegar þær
eru nýlentar en svo leita þær skjóls,“
segir Gígja og bætir við að það geti
til dæmis verið gott að fara niður á
bryggju og líta undir kör.
„Þetta er ótrúlega gaman og það
er alveg smá vertíðarfílingur yfir
þessu,“ segir hún.
Gígja staðfesti að margir væru
spenntir yfir komandi pysjutímabili
enda líti tímabilið vel út. Segir hún
marga jafnframt hafa glaðst við að
heyra að tímabilið væri að hefjast og
að fólk hafi haft orð á því að það væri
svo gaman að fá „loksins“ jákvæðar
fréttir nú þegar svo mikið er um nei-
kvæðar fréttir af heimsfaraldri. Býst
Gígja við að tímabilið byrji rólega á
næstu dögum en hápunktur tíma-
bilsins verði um miðjan ágúst.
Þar sem varpið virðist hafa gengið
vel hjá lundanum í sumar og hann
hefur náð að bera mikið af síli í pysj-
una er von á því að tímabilið byrji
svona snemma og að pysjurnar sem
lendi í bænum verði vel á sig komnar
og tilbúnar að lifa sjálfstæðu lífi á
sjónum.
„Þetta byrjar rólega í svona tvær
vikur og svo kemur hápunkturinn og
svo minnkar þetta aftur. Þetta eru
svona fimm til sex vikur þannig að
það má alveg ætla að ef þetta byrjar
núna fljótlega eftir Þjóðhátíð, í byrj-
un ágúst, þá verði hápunktuirnn um
miðjan ágúst sirka,“ segir hún.
„Það er búist við þungum og flott-
um pysjum og í miklu magni. Við er-
um að búast við mjög góðu pys-
juári,“ segir Gígja.
Rafrænt pysjueftirlit
Pysjueftirlitið, sem fram til 2020
hefur séð um að telja og mæla pysj-
ur sem almenningur bjargar og fer
með til eftirlitsins, áður en þeim er
sleppt út í sjó, mun, eins og áður
kom fram, fara fram rafrænt eins og
í fyrra vegna ástandsins í samfélag-
inu. Mun almenningur þá geta skráð
pysjurnar sjálfur inn í kerfi á vefsíð-
unni lundi.is. Þar verður jafnframt
hægt að skrá þyngd pysjanna og
setja mynd með.
„Svo verður tekið á móti slösuðum
og olíublautum fuglum á Sea Life
Trust,“ segir Gígja sem segist vona
að aðgerðirnar varðandi birtuna í
bænum muni verða til þess að minna
verði um olíublauta fugla.
„Fullorðnir verða aftur börn“
- Von er á því að hið skemmtilega lundapysjutímabil hefjist fljótlega eftir verslunarmannahelgina
- Verður þetta í fyrsta sinn sem reynt verður að fækka olíublautum pysjum með skipulögðum hætti
Frelsi Bæði fullorðnir og börn hafa gaman af pysjutímabilinu en margir að-
komumenn leggja leið sína til Vestmannaeyja á haustin til að taka þátt.
Pysjur Gígja hefur mikinn áhuga á
fuglum og hefur komið að starfi
pysjueftirlitsins í nokkur ár. Pysju-
eftirlitið verður þó rafrænt í ár.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Vestmannaeyingar eru brattir og framtíð
bæjarfélagsins virðist björt. Sem dæmi um
þróunina á svæðinu nefnir Íris Róberts-
dóttir bæjarstjóri uppbyggingu nýsköp-
unar- og frumkvöðlastarfsemi á þriðju hæð
Fiskiðjunnar, en sá „kostur“ fylgdi kór-
ónuveirufaraldrinum að fleiri möguleikar
opnuðust fyrir fjarvinnu og þar með tæki-
færi fyrir fólk í sérhæfðum störfum til að
setjast að í Vestmannaeyjum en vinna hjá
fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.
Veruleg uppbygging hefur líka verið í
ferðaþjónustugeira bæjarins enda Vest-
mannaeyjar spennandi staður til að heim-
sækja. „Þá fengum við stóran styrk úr Lóu-
sjóðnum sem er eyrnamerktur nýsköpun á
landsbyggðinni og verður fjármagnið nýtt
til að setja á laggirnar Sjávarlíftæknisetur
Íslands í Vestmannaeyjum,“ segir Íris.
„Einnig eru áform um landeldi á fiski vel á
veg komin og góðar horfur í atvinnusköpun,
og loks fengum við smá loðnuvertíð eftir
tveggja ára loðnubrest sem var ágætisinn-
spýting í hagkerfi Vestmannaeyja.“
Voru langt komin með
undirbúning Þjóðhátíðar
Íris segir að það hafi vissulega verið mik-
il vonbrigði fyrir heimamenn að Þjóðhátíð
verður ekki haldin um veslunarmannahelg-
ina annað árið í röð. Fyrsta bylgja kór-
ónuveirufaraldursins barst til Eyja en bæj-
arbúum tókst fljótt að ná góðum tökum á
smitvörnum. „Það komu upp smit um dag-
inn, hjá fólki sem var þegar í sóttkví, og
þar áður hafði ekki greinst smit í Vest-
mannaeyjum síðan í september eða október
á síðasta ári. En auðvitað kemur þetta upp
hér eins og um allt land,“ segir Íris.
Tilhlökkunin í bænum var mikil enda
Þjóhátíð hápunktur ársins. Segir Íris að ef
Horfurnar góðar fyrir
atvinnulíf og samfélag
Ljósmynd/ Ásta Kristjánsdóttir
Metnaður Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir
ýmis verkefni fram undan í Vestmannaeyjum.
- Mikil uppbygging er fram undan í Vestmannaeyjum og sýndi nýleg
könnun að hvergi á landinu er fólk ánægðara með búsetuskilyrði sín
Ljósmynd/Sea Life Trust
Bros Af nýlegum íbúum í Vestmannaeyjum má nefna mjaldrana sætu sem búa í Klettsvík.