Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Page 5
Formáli.
Skýrsla þessi kernur út í B-flokki rita Landbúnaðardeildar Atvinnu-
deildar Háskólans. Tilraunirnar eru ekki reiknaðar með stærðfræðileg-
um sveiflureikningi, og getur því verið, að árangur þeirra sé ekki í ölium
tilfefium talfræðilega raunhæfur, en þrátt fyrir það þykir Tilraunaráði
jarðræktar rétt að birta tilraunirnar, svo að árangur þeirra komi sem
fyrst fyrir sjónir almennings.
Reykjavík, í maí 1953.
Pálmi Einarsson.
Inngangur.
Það eru nú á næsta vori 26 ár síðan Tilraunastöðin á Sámsstöðum
var stofnuð. Á þessum rúma alclarfjórðungi hafa jafnframt húsabygging-
um stöðvarinnar og ræktun verið gerðar fjölmargar tilraunir varðandi
jarðrækt. Starfsemin á Sámsstöðum hófst vorið 1927, og var þá sama ár
hafizt handa urn tilraunir í grasfrœrækt og kornyrkju, en árið 1932 var
Gróðrarstöðin í Reykjavik lögð niður og verkefni hennar flutt að Sáms-
stöðum, svo að verksvið stöðvarinnar jókst mikið við það. Varð þá að
taka upp víðtækari og fjölbreyttari tilraunastarfsemi varðandi túnrækt,
svo sem áburðartilraunir, sáningartilraunir o. fl., og tilraunir með kart-
öflurækt.
Siðan 1932 má segja, að tilraunirnar hafi náð til fjölmargra þeirra við-
fangsefna, er varða almenna jarðrækt. Tilraunir i grasfrærœkt og korn-
yrkju liafa þess vegna ekki verið eins miklar né viðtœkar eins og ætlazt
var til í fyrstu. Samt hefur verið reynt eftir föngum að gera grasfrærækt
og kornyrkju nokkur skil hvað athuganir og tilraunir snertir. Má i þvi
efni visa til skýrslna frá Tilraunastöðinni, er birzt hafa í Búnaðarritinu
annað hvert ár siðan 1929 og til 1930, þar sem skýrt liefur verið frá