Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 10
B. Grasfrærækt.
1. Stærð og gæði íslenzks grasfræs.
Síðan árið 1921 hefur öll árin verið fengizt nokkuð við rannsóknir
á grasfræi, sem þroskazt hefur hér á landi. Sumarið 1921 var safnað
nokkru af fræi, aðallega af þremur tegundum: Túnvingli, vallarsveifgrasi
og snarrót, og fræið sent til rannsóknar á „Statsfrökontrollen" í Kaup-
mannahöfn. Rannsóknir þessar leiddu í ljós, að fræ af nefndum tegund-
um hafði gott grómagn, og 1000 korna þyngd þess reyndist meiri en fræ
sömu tegunda ræktað á Norðurlöndum. Fræ það, sem sent var til Dan-
merkur 1921, var vistað til ræktunar og úrvals á tilraunastöð danskra
búnaðarfélaga að 0toftegaard á Sjálandi, og gert þar úrval, er síðar var
sent heim til íslands. Stofnar þeir, sem sendir voru hingað frá 0tofte-
gaard, voru ræktaðir bæði í Gróðrarstöðinni í Reykjavík og síðar á Sáms-
stöðum. Þeir reyndust þó ekki betri en það, sem síðar vannst úr sömu
tegundum hér heima og safnað var 1923 og 1924. Frá 1922—1927 voru
gerðar nokkrar athuganir á grasfrærækt í Gróðrarstöð B. í. í Reykjavík
og þá aðallega af þessum tegundum: Túnvingli, vallarsveifgrasi, háliða-
grasi og hávingli. Reynslan í Gróðrarstöðinni benti til þess, að vel mætti
framleiða fræ af þessum tegundum hér á landi, ef vandað væri til allrar
ræktunar og notuð væri sú tækni, sem sams konar ræktun verður að-
njótandi í öðrum löndum. Fíér reyndist þroskunartími grasanna lengri
en til dæmis í Danmörku, og þroskunartími frægtasa þessara var frá
byrjun ágúst og allt fram í byrjun september í stað júlímánaðar í Dan-
mörku. Þessi seini þroskunartími torveldaði mjög uppskeru og nýtingu,
því að þurrkun var og er háð hinum náttúrlegu verðurskilyrðum. Því
er það, að ef grasfrærækt á að komast í framkvæmd hér á landi, þarf sér-
stök tæki til þess að þurrka fræ og fræstöng, og væri vafalaust súgþurrkun
með 20° C heitu lofti ákjósanleg til þeirra hluta.
Frá byrjun fræræktartilrauna og ræktun fræs í stærri stíl, hefur verið
notazt við útiþurrkun á fræinu, í skrýfum og stökkum. Afleiðing þessa