Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Síða 15
13
6 7 8 9 10
Örnesbygg 108 Holtbygg Maskinbygg Sv. Stellakorn Vegakorn
U Sh U U
3 s S S s
Ár u a fl ÍH g c a c fl fl u B
o x O X o X o X O X
1942 .... 1600 3700 1500 4800 1900 4300 1800 4700
1944 .... 2077 3564 2077 2800 2434 3750 2132 3526 2132 3526
1945 .... 1563 3000 1730 3300 2000 3714 1714 3714 1714 2571
1946 .... 2917 5083 2833 4333 2750 4750 2667 4500 3000 4333
1948 .... 1915 4015 1415 4085
Meðaltal 2039 3837 2213 3480 2120 4206 1960 4026 2161 4783
Meðalt. f. ár l. 3 5 5 4
en þrátt fyrir það gefa þær til kynna, hvernig afbrigði byggs og hafra hafa
reynzt hvert ár og einnig að meðaltali.
1. Byggafbrigði.
Af þeim 10 byggafbrigðum, sem hér eru greind, hafa 7 verið í til-
raunum áður, og er þeirra getið í kornyrkjuskýrslunni frá 1946. Sigur-
korn, Flöjabygg og Eddabygg eru ný afbrigði, sem hafa reynzt vel, en þó
misvel. Dönnesbygg hefur verið rœktað hér á landi síðan 1923. Það er
strástift, fremur bráðþroska og gefur oftast þungt korn, með góðu gró-
magni. Rúmvigtin er mest af þeim afbrigðum, sem hér hafa verið reynd.
Er nokkuð fokhætt, þar sem veðrasamt er.
Sigurkorn, frá Höjvig í Færeyjum, var fyrst tekið í tilraunir 1945.
Það er með fremur stífan hálm, en er fremur smákorna, með lága rúm-
vigt. Það þarf nokkru lengri vaxtartíma en Dönnes, en liefur þann mikla
kost, að þola hörð veður, án þess að missa kornið. Er fremur erfitt í þresk-
ingu vegna þess, hve títan á bygginu er sterk og mikil.
Flöjabygg, frá Noregi, er fljótþroska, með fremur mjölríku og góðu
korni. Ber sig fremur vel. Með fíngerðu strái. Ekki mjög næmt fyrir veðr-
um. Þurrviðrasöm veðrátta, eins og víða er norðanlands, á vel við afbrigði
þetta. Uppskerumagn Flöjabyggs er svipað og á Dönnesbyggi.
Eddakorn er ættað frá Svalöv. Afbrigðið er stórvaxið, með gildu strái
og með vel formuðum, löngum öxum. Þroskast heldur seinna en Dönnes-
bygg. Þolir illa veður og er mjög fokhætt. Á aðeins við, þar sem skýlt er.
í góðum árum er kornið mjölríkt, þungt, og með allgóða rúmvigt.