Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Blaðsíða 23
21
að slá seinni slátt síðar en 15,—20. ágúst, svo að túnið, og þá einum
rauðsmárinn, nái nokkrum þroska undir komandi vetur.
Tafla X. Sáðmagnstilraun með grasfræblöndur.
(Uppskera hey hkg/ha).
30 kg/ha: 20kg/ha: 30kg/ha: 20 kg/'ha:
50% gras, 50% gras, 40% gras, 40% gras,
Ar 50% rauðsm. 50% rauðsm. 60% rauðsm. 60% rauðsm.
1939 ........ 114.0 109.4 109.5 111.3
1940 ........ 41.5 37.8 43.7 42.1
1941 ........ 68.5__________________654!_____________684____________73.9
Meðaltal 3 ár 74.7 708 708 75.8
Hlutfallstala 100 95 99 101
Það, að eigi var hægt að halda tilraunum áfram með sáðskiptitún gegn-
um 12 ára sáðskipti, stafaði fyrst og fremst af því, að ekki var völ á nógu
harðgerðum gras- og smárategundum, og kom hér til, að sambandið við
Norðurlönd var rofið.
Hins vegar má telja, að túnrækt með vallarfoxgrasi, hávingli, rýgresi
og axhnoðapunti ásamt rauðsmára sé fær leið til að búa til afurðarík 4—5
ára tún eða tún í sambandi við ræktun einærra nytjajurta, eins og þeirra,
sem hér verður skýrt frá. Eftir að sáðskiptaröð í 4 ár með byggi, höfrum,
grænfóðri og kartöflum var lokið, var sáð grasfræi í landið, en sú sán-
ing 1942 og sömuleiðis 1946 og 1950 heppnaðist ekki það vel, að tiltæki-
legt þætti að uppskera reitina á sama hátt og þær fræblöndur, sem sáð
var í 1938 til uppplægingar 1942. Ennfremur má bæta því við, þó að
ekki sé úr tilraunum, að alla tíð frá því að tilraunir hófust með korn-
yrkju hér á búinu, hefur korn- og akurlendi stöðvarinnar verið breytt í
tún og venjulega tekizt vel, þó að það væri verst stríðsárin, eins og fram
kemur varðandi grasskipti þau, sem ætluð voru sem 5 ára ræktun í þess-
ari sáðskiptaröð.
Skal nú vikið að, hvernig þessar fjórar sáðskiptitilraunir hafa reynzt.
Segja má með fullum rökum, að rúmlega þriðjungurinn af árun-
um hafi verið mjög óhagstæður, það er árin 1940, 1943, 1945, 1947 og
1949. Árangur sáðskiptanna, sem reynd hafa verið, er að finna í eftirfar-
andi yfirliti, og er gert upp í fóðureiningum.