Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Page 42

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Page 42
40 Þar sem eins árs forrækt er, er samanburður heldur ekki réttur, því að árið 1943 var slæmt kornár. Arið 1944 var sáð grasfræblöndu í alla liði tilraunarinnar, fimm talsins, og aðalgróðurinn var vallarsveifgras, tún- vingull og língresi, amerískt fræ, sáð án skjálsáðs í plægða og herfaða jörð. Áburðurinn var 60 smál. af fjóshaugi og dreift jafnt á alla liði. Uppskeran var ekki tekin fyrr en árið eftir, 1945—1947, eða í þrjú ár, eins og meðal- talið í töflu XXXII sýnir. Tilrann þessi virðist benda í þá átt, að framræst mýrarjörð sé ekki eins góð til kornyrkju og móajörð, og að uppskera af byggi geti þar í öllu meðalárferði ekki orðið eins mikil og á móajörð. Byggkorn verður ekki eins þungt af mýrarjörð, eins og af harðvellisjarðvegi. Forræktin virðist ekki gefa neinn teljandi ávinning fyrir túnrækt. Báðar þær forræktunartilraunir, sem ltér hefur verið getið, mæla ekki sérstaklega með langri forrækt á undan túnrækt, en segja má þó, að 1—3 ára forrækt geti samkvæmt framanskráðu átt rétt á sér tii þess að nýta betur búfjáráburðinn og við framleiðslu korns, kartaflna og grænfóðurs, þótt lítill eða enginn beinn vaxtarauki fáist vegna forræktarinnar við eftirkomandi túnrækt, nema þá fyrstu 2—3 árin, en með forrækt skapast meiri fjölbreytni í fóðurframleiðslu á búi bóndans. d. Grastegundir. Við túnræktina þarf að nota grasfræblöndur, sem samsettar eru af tveimur eða fleiri tegundum. Nauðsynlegt er að fá þekkingu á því, hvaða grastegundir eru hæfar til ræktunar, og hvaða grastegundir þola íslenzka veðráttu og jarðvegsskilyrði. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið á Sáms- stöðum, síðan starfssemin hófst þar, má skipta í fimm aðalflokka: 1. Erlendar grastegundir og stofnar af þeim. 2. Innlendar grastegundir og stofnar, samanborið við erlendar teg. 3. Samanburður á grastegundum af íslenzk-ræktuðu fræi af innlend- um og erlendum uppruna. 4. Grasfræblöndunartilraunir með erlent og innlent fræ. 5. Tilraunir með rauðan og hvítan smára, mismunandi magn smára í grasfræblöndur, svo og tilraunir með hvítsmára, sáð í gróið land. Verður nú frá þessum tilraunum skýrt í þeirri röð, sem að framan er greint. Þessar tilraunir eru gerðar á valllengismóajörð, með 1—2 ára for- rækt með byggi, og við ræktunina eingöngu notaður tilbúinn áburður. Fyrstu 4 árin 300 kg túnnitrophoska og 200 kg þýzkur saltpétur, en svo, ef tilraunirnar hafa staðið lengur, þá 356 kg kalknitrophoska. Alltaf hef- ur verið sáð í tilraunirnar fyrri hluta júní, og án skjólsáðs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.