Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.04.1953, Qupperneq 42
40
Þar sem eins árs forrækt er, er samanburður heldur ekki réttur, því að
árið 1943 var slæmt kornár. Arið 1944 var sáð grasfræblöndu í alla liði
tilraunarinnar, fimm talsins, og aðalgróðurinn var vallarsveifgras, tún-
vingull og língresi, amerískt fræ, sáð án skjálsáðs í plægða og herfaða jörð.
Áburðurinn var 60 smál. af fjóshaugi og dreift jafnt á alla liði. Uppskeran
var ekki tekin fyrr en árið eftir, 1945—1947, eða í þrjú ár, eins og meðal-
talið í töflu XXXII sýnir.
Tilrann þessi virðist benda í þá átt, að framræst mýrarjörð sé ekki
eins góð til kornyrkju og móajörð, og að uppskera af byggi geti þar í öllu
meðalárferði ekki orðið eins mikil og á móajörð. Byggkorn verður ekki
eins þungt af mýrarjörð, eins og af harðvellisjarðvegi. Forræktin virðist
ekki gefa neinn teljandi ávinning fyrir túnrækt.
Báðar þær forræktunartilraunir, sem ltér hefur verið getið, mæla
ekki sérstaklega með langri forrækt á undan túnrækt, en segja má þó, að
1—3 ára forrækt geti samkvæmt framanskráðu átt rétt á sér tii þess að nýta
betur búfjáráburðinn og við framleiðslu korns, kartaflna og grænfóðurs,
þótt lítill eða enginn beinn vaxtarauki fáist vegna forræktarinnar við
eftirkomandi túnrækt, nema þá fyrstu 2—3 árin, en með forrækt skapast
meiri fjölbreytni í fóðurframleiðslu á búi bóndans.
d. Grastegundir.
Við túnræktina þarf að nota grasfræblöndur, sem samsettar eru af
tveimur eða fleiri tegundum. Nauðsynlegt er að fá þekkingu á því, hvaða
grastegundir eru hæfar til ræktunar, og hvaða grastegundir þola íslenzka
veðráttu og jarðvegsskilyrði. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið á Sáms-
stöðum, síðan starfssemin hófst þar, má skipta í fimm aðalflokka:
1. Erlendar grastegundir og stofnar af þeim.
2. Innlendar grastegundir og stofnar, samanborið við erlendar teg.
3. Samanburður á grastegundum af íslenzk-ræktuðu fræi af innlend-
um og erlendum uppruna.
4. Grasfræblöndunartilraunir með erlent og innlent fræ.
5. Tilraunir með rauðan og hvítan smára, mismunandi magn smára
í grasfræblöndur, svo og tilraunir með hvítsmára, sáð í gróið land.
Verður nú frá þessum tilraunum skýrt í þeirri röð, sem að framan er
greint. Þessar tilraunir eru gerðar á valllengismóajörð, með 1—2 ára for-
rækt með byggi, og við ræktunina eingöngu notaður tilbúinn áburður.
Fyrstu 4 árin 300 kg túnnitrophoska og 200 kg þýzkur saltpétur, en svo,
ef tilraunirnar hafa staðið lengur, þá 356 kg kalknitrophoska. Alltaf hef-
ur verið sáð í tilraunirnar fyrri hluta júní, og án skjólsáðs.